Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 140
144
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
▼
Minjaskrá nr. 6, líklega sauðaborg eða hrossaskjól.
í Skansinum var smábýli, hjáleiga frá Bessastöðum, „kotrass auðvirði-
legur“, segir Benedikt Gröndal í Dægradvöl. í Sjósókn segir Erlendur
Björnsson á Breiðabólstöðum frá síðustu hjónunum sem í Skansinum bjuggu
og syni þeirra Ólafi, sem kallaður var Óli Skans. Skansinn mun hafa farið í
eyði fyrir aldamót, en seinna fékk Gísli Jónsson listmálari leyfi til að byggja
sér þar hús og sér enn leifar af steyptum veggjum þess upp við suðurhlið
virkisins. Minjar býlisins eru fyrst og fremst túngarður úr grjóti, girðir af
hornið milli Skerjafjarðar og Bessastaðatjarnar, enn fremur útihúsarústir
uppi á sjálfum Skansinum, gamallegar grónar tóftir í þýfðu túninu og við
túngarðinn, loks brunnhola að því er virðist. Innan við túngarðinn, þar sem
hann kemur út í Skerjafjörð, er grjótveggur samsíða honum, 5-6 m bil á milli,
og endar snögglega 25 m frá sjó. Helst dettur manni í hug að með þessum
garði hafi átt að skýla bátum sem á land voru dregnir, sbr. það sem segir í ör-
nefnalýsingunni að kallað hafi verið Bátanaust rétt hjá Skansinum. ,,í Skans-
inum var lendingin frá Bessastöðum,“ segir Erlendur Björnsson í Sjósókn.
Allar minjar um búskap í Skansinum eru friðlýstar með honum.
6. Skólanaust (?). Skammt fyrir innan Skansinn sjást tveir lágir veggspottar
hlið við hlið, 1 m langir og eru sýnilega leifar af lengri veggjum sem sjórinn er
búinn að brjóta niður. Þetta gætu verið leifar af svonefndu Skólanausti, sjá
Örnefnaskrá, og mundu þá skólapiltar hafa geymt þar bát sinn.