Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 65
SPRENGIDAGUR
69
„Á sprengidag voru venjulega eldaðar heilbaunir með saltkjöti. Baunirnar
voru hafðar svo þykkar, að þær voru sneiddar upp með hníf kaldar.“19
í Manni og konu eftir Jón Thoroddsen segir m.a. svo eftir hrakfarir Hjálm-
ars tudda, þá er hann féll í sýrukerið:
„Sögðu þeir, sem flest lögðu út á verra veg fyrir Hjálmari, að ekki hefði
mátt sjá, hversu lengi hann hefði legið, hefði ekki svo við borið, að hinn sama
dag, er hann reis úr rekkjunni, bar upp á þriðjudag, og sprengikvöld að aftni,
en öskudagur að morgni, en um þær mundir vonir góðra fengja, svo að betra
væri að vera á faralds fæti en að halda kyrru fyrir, því sveltur sitjandi kráka,
en fljúgandi fær.“20
í þætti af Diðrik og Sigríði í Ráðleysu i Flóa er tilfærð vísa, sem Sigríður
sendi Agli syni sínum, þar sem hún sagði honum lát Guðrúnar systur sinnar:
Kalt er orðið hennar hold,
hryggðar laust við slaginn.
Var hún lögð i vigða mold
víst á sprengidaginn.
Sigríður var fædd 1813 og dó 1894, en þessi vísa ætti að vera ort árið 1866, því
að Guðrún dó 6. febrúar það ár og var jörðuð 13. febrúar, en þá var einmitt
sprengidagur.21
í blaðinu Bjarki á Seyðisfirði árið 1899 kvartar einhver yfir því, líklega
ritstjórinn Þorsteinn Erlingsson, að nú sé föstuinngangur, sprengikvöld og
öskudagur allt horfið, en minnist síðan fyrri daga, og koma þar fram þau
munnmæli, að prestar og biskupar hafi ekki haldið föstuna á sama hátt og
hinum lægra settu var boðið:
„Mánudaginn man jeg ekkert um, en á Spreingikvöld fjekk jeg oftast nær
hángið ket og það var mjer sagt að væri í minningu um þá tíð, þegar enginn
borðaði ket á íslandi, alla föstuna, nema prestar og biskupar í laumi. Og jeg
má fullyrða að það var á Spreingidagskvöld, að laungunin til að verða prestur
kviknaði fyrst í mjer.“22
Fyrir nokkrum árum svöruðu 125 manns hvaðanæva af landinu spurn-
ingum frá þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins varðandi sprengidaginn. Yfir
90% þeirra voru fæddir á bilinu 1882-1912. Svörin voru yfirleitt mjög stuttorð
og langflest á þá leið, að borðað hefði verið feitt saltkjöt og þykkar baunir,
vel útilátið. Fjórtán nefndu þó hangiket, og ætti ekki að koma á óvart nú um
stundir, að sex þeirra eru úr Eyjafjarðarsýslu. Tveir menn úr Skagafirði og
Eyjafirði nefna ,,hraun“, þ.e. stórgripabein með ýlduðum reyktum kjöt-
leifum, einn Eyfirðingur nefnir gollur, en fjórir kjötsúpu, hver af sínu lands-
horni. Einn Dalamaður nefnir bolaspað, en sá matur (beet) var raunar hálf-
gerð skylda víða í Skotlandi á þessum degi. Flestum þessara ber þó saman um,