Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 17
BJARNAGARDUR
21
11. mynd. Traðirnar norðan við Bóndhól. Horft til austurs afþjóðveginum. Ljósm. S.Þ. 1980.
Fig. 12. The lane III on Map II viewed from W.
lögn, sem virðist vera í framhaldi af tröðunum og kann að hafa myndað hluta
af trektarlaga inngangi í þær. Þar er og fornlegur hlaðinn vegarspotti, eða
brú, yfir keldusvað.
Aðrar traðir (II á korti II) er að finna þar sem heita Dalbæjargeilar, en þær
eru lægðardrög, sem liggja frá vestri til austurs um 200 m sunnan við heim-
reiðina að Eystri-Dalbæ og ná austur á móts við bæinn. Gamall, nú þornaður
vatnsfarvegur liggur austur eftir geilunum og virðist hafa verið nýttur að ein-
hverju leyti sem tröð, því austur frá aðalgarði, um 70 m sunnan áðurnefndrar
réttar, liggur þvergarður, sem um 150 m austar gengur yfir í norðurbakka
vatnsrásarinnar á um 300 m löngum kafla og heldur síðan áfram nokkurn spöl
norðan vatnsfarvegar og er á þeim kafla einnig garður sunnan farvegarins,
svo að þarna myndast 20-30 m breið trekt.
Þriðju traðirnar (III á korti II) eru fyrir norðan Bóndhól, sem fyrr getur,
þær myndarlegustu í Bjarnagarðskerfinu (11.-12. mynd). Þær liggja í sveig
með gervigignum að norðan að norðausturhorni hans og týnast þar nú orðið i
plægðum túnum, en Guðrún Magnúsdóttir cand. mag., safnvörður hjá Ör-
nefnastofnun Þjóðminjasafns, sem er frá Sólheimum i Landbroti, hefur frætt
mig á því, að til skamms tima hafi sést vel til traða suður með Bóndhól austan-
verðum og enn megi sjá fyrir vestri vegg þeirra og til traðanna sjálfra af gras-