Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 105
INNSIGLI JONS SKÁLHOLTSBISKUPS
109
öld. Þá tekur líka við ný gerð, hin kringlótta (týpa 111), sem áður hafði tíðkast
meðal veraldlegra höfðingja og í bæjarinnsiglum, svo að dæmi séu tekin.15
(Sjá 8. mynd). Nefna má til marks um hve áreiðanleg tímaákvörðun gerðar II
er, að í erkibiskupsdæmi Niðaróss er það aðeins erkibiskup sjálfur, Árni
Einarsson (1346-49), og biskupinn á Manareyju sem hafa i pússi sínu innsigli
af þeirri gerð fyrir 1350. Þó er kirkjubyggingin, sem er einkenni þeirra, mjög
svo vesæl miðað við þær sem seinna skreyta samskonar innsigli16 (4. mynd).
Ef litið er á annan þátt í innsiglinu, þ.e. áletrunina, má þegar sjá nokkur
atriði, sem benda til nálægðar við aldamótin 1400. Allir stafirnir fyrir utan
h-ið eru upphafsstafir (majúsklar), en þeir eru svo að segja eingöngu notaðir í
alls kyns áletrunum á fyrri hluta miðalda en eiga sér að sjálfsögðu rætur í
hinni rómversku hefð.
Upphafsstöfum má skipta í tvennt, þá rómönsku sem notaðir eru á
tímabilinu 1100-1300 og hins vegar þá gotnesku, frá 1300 til 1400.17 Er
áletrunin á innsigli Jóns einmitt af síðarnefndu gerðinni. Ýmsir stafirnir bera
það einnig með sér að áletrunin sé frá seinni hluta 14. aldar. Fyrir utan h-ið í
Jóhannes, er A án þverstriks og með striki yfir, ásamt hinu langdregna O-i og
því að flestir stafirnir breikka til endanna og tvíklofna, dæmigerð einkenni
hinna gotnesku stafa og atriði sem benda til nálægðar við 15. öldina.18
En rétt eins og innsiglisgerð II verður að víkja kringum eða upp úr 1400, þá
hverfa upphafsstafirnir alfarið í skuggann, fyrir annarri stafagerð um 1400
eða i byrjun 15. aldar.19 Litlir stafir eða mínúsklar taka þá við og eru allsráð-
andi til um það bil 1500, þegar byrjað er að nota stóra stafi á nýjan leik. Þó er
það engin hörð regla að breytingarnar eigi sér stað árin 1400 og 1500. Þekkjast
dæmi þess að notaðir hafi verið stórir stafir í áletrunum fram á 15. öld og litlir
stafir nokkuð fram á 16. öldina.20
Af framangreindu má sjá að nokkur atriði benda til eindregið til þess að
innsiglið sé i notkun eftir 1350 eða öllu heldur á tímabilinu um 1350 til 1400. Á
þeim tíma, eða öllu heldur í byrjun hans og i lokin, sitja einmitt Jónar tveir í
Skálholti. Jón þriðji til að byrja með og síðan einn Jóninn enn, nefnilega Jón
biskup fjórði (1408-13).
Svo vel vill til að strax er hægt að útiloka Jón þriðja, því á Árnastofnun í
Kaupmannahöfn er varðveitt bréf sem er gefið út af honum og lýsir vígslu
kirkjunnar að Alviðru í Dýrafirði 1344.21 Neðan úr því bréfi hanga aumar
leifar innsiglis Jóns, en þrátt fyrir ásigkomulagið (3. mynd) má sjá að það
líkist í engu þeim stimpli sem fannst í Árósum 1879. Öllu heldur er hér um að
ræða innsigli af þeirri tegund sem algengust er fyrir 1350. Sjá má á því það
ákveðna einkenni að biskup blessar þá sem á horfa, með upplyftri hægri
hendi, og ef vel er að gáð má sjá reitaskiptingu að baki honum líkt og á
innsigli Árna erkibiskups frá 1349 (sjá 4. mynd).