Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 141
145
ÖRNEFNI OG MINJAR í LANDl BESSASTAÐA
Sauðaborg, undirstaða, sjá Minjaskrá nr. 9.
7. Mannvirki nokkurt um 70 m suðaustur frá nýlegu sjómerki innarlega í
Bessastaðanesi, á smáþýfðri grund. Þetta er töluverð upphækkun, mjög þýfð
ofan, að öðru leyti eins og um 1 m hár pallur. Til að sjá er þetta eins og stór
þúfnaklasi, enda hefur öðru hverju blásið í jaðrana en gróið upp aftur. Upp-
hækkun þessi, sem greinilega er af mannavöldum, er 25 m á lengd og 15 m á
breidd, nokkurnveginn eins og sporbaugur, en helst óregluleg á suðurhlið,
enda er svo að sjá að þar hafi verið inngangur í það sem þarna hefúr verið,
sennilega sauðaborg eða hrossaskjól, því að kindur og hross gengu mjög úti í
Bessastaðanesi fyrrum, en fátt um náttúrleg afdrep. — Friðlýst að ósk staðar-
haldara 1976.
Aths.: Gísli Sigurðsson í Hafnarfirði sagði mér 1.10.1976 að mannvirki
þetta mundi ekki vera eldra en frá 1914, eða þar um bil. Einhver sagði honum
að maður sem þá var á Bessastöðum hefði hlaðið þarna skjól handa útigangs-
hrossum. Þetta gæti verið rétt þótt maður hefði frekar haldið að minjarnar
væru eldri. Læt þetta fylgja með til minnis. K.E.
8. Mannvirki annað (sauðaborg) um 120 m vestur frá nr. 7 og svipað útlít-
andi, upphækkaður pallur þýfður, kringlóttur, 14 m í þvermál, í atlíðandi
brekku móti vestri. Dyr hafa verið á vesturhlið. Allt um kring mótar fyrir
veggjum sem upphækkuðum kraga. Varla kemur annað til mála en að þetta
hafi verið sauðaborg, gerð að öllu eða mestu leyti úr torfi eins og nr. 7.
10