Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 63

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 63
SPRENGIDAGUR 67 mæni og lét hann hanga þar fyrir augunum á heimamönnum sínum alla föstuna þangað til á laugardaginn fyrir páska, þá tók hann ofan belginn og fékk hverjum sínar leifar sem ,, setið hafði i föstunni“ með því að nefna hvorki ket né flot alla föstuna, heldur skyldi þá nefna það ,,klauflax“ og ,,afrás“; því síður mátti bragða ket allan þann tíma og helzt sú venja enn í pápiskum löndum. Þó voru það ekki einu skriftirnar sem þeir fengu er ,,úr föstunni gengu“ að þeir misstu matleifa sinna frá sprengikvöldinu, heldur höfðu þeir og fyrirgert páskaketinu sem Eggert Ólafsson kannast við og enn fleiri víti voru þeim sett. Sagt er að pápisku biskuparnir hafi sett ríkismönnum njósnir til að vita hvort þeir ætu ekki ket eða nefndu það um föstutímann, og tóku af þeim heilar jarðir í föstuvíti, en af fátækari mönnum voru teknir aðrir fjármunir ef þeir áttu eða þeir voru sjálfir teknir í bönd sem erindið segir: Enginn mátti nefna ket alla föstuna langa; hver það af sér heyra lét, hann var tekinn til fanga. Annað merkisatriði er það um þriðjudaginn í föstuinngang sem tíðkazt hefur til forna að þá áttu þjónustumenn að greiða þjónustum sínum þjónustu- kaupið fyrir árið frá næsta þriðjudegi í föstuinngang eða vorkrossmessu vorið fyrir eftir því sem á stóð. Þó lítur svo út sem meira hafi fylgt með kaup- gjaldinu sem þessi vísa bendir á sem kveðin er um þá venju: Þriðjudaginn i föstuinngang, það er mér i minni, þá á hver að falla í fang þjónustunni sinni.“12 Þessi vísa er til í ýmsum gerðum, og er einungis seinasta línan nokkurnveg- inn sameiginleg þeim öllum: ,,(á) þjónustunni sinni“. Frá Árnessýslu og um allt Vesturland til Strandasýslu þekkist hér og þar afbrigðið „Sunnudaginn í föstuinngang“ í fyrstu línunni. í annarri línu kemur fyrir afbrigðið ,,fast það hafðu í minni“, en það er sjaldséð. í þriðju línunni ber mönnum síst saman um það, hvort menn eigi að ,,falla“, ,,hlaupa“ eða ,,þjóta“ í fang á þjón- ustunni sinni.13 Aukið frjálsræði í samskiptum kynjanna kringum föstuinnganginn er al- þekkt í allri Miðevrópu enn í dag, og fyrirbærið að gantast einkum við stelpur á þriðjudaginn var einnig kunnugt á írlandi. Áðurnefnd vísa minnir annars á gamla latneska vísu í þessu sambandi, sem þekkt var í Miðevrópu: Edit Nonna, edit Clerus, Ad edendum nemo serus,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.