Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 63
SPRENGIDAGUR
67
mæni og lét hann hanga þar fyrir augunum á heimamönnum sínum alla
föstuna þangað til á laugardaginn fyrir páska, þá tók hann ofan belginn og
fékk hverjum sínar leifar sem ,, setið hafði i föstunni“ með því að nefna
hvorki ket né flot alla föstuna, heldur skyldi þá nefna það ,,klauflax“ og
,,afrás“; því síður mátti bragða ket allan þann tíma og helzt sú venja enn í
pápiskum löndum.
Þó voru það ekki einu skriftirnar sem þeir fengu er ,,úr föstunni gengu“ að
þeir misstu matleifa sinna frá sprengikvöldinu, heldur höfðu þeir og fyrirgert
páskaketinu sem Eggert Ólafsson kannast við og enn fleiri víti voru þeim sett.
Sagt er að pápisku biskuparnir hafi sett ríkismönnum njósnir til að vita hvort
þeir ætu ekki ket eða nefndu það um föstutímann, og tóku af þeim heilar
jarðir í föstuvíti, en af fátækari mönnum voru teknir aðrir fjármunir ef þeir
áttu eða þeir voru sjálfir teknir í bönd sem erindið segir:
Enginn mátti nefna ket
alla föstuna langa;
hver það af sér heyra lét,
hann var tekinn til fanga.
Annað merkisatriði er það um þriðjudaginn í föstuinngang sem tíðkazt
hefur til forna að þá áttu þjónustumenn að greiða þjónustum sínum þjónustu-
kaupið fyrir árið frá næsta þriðjudegi í föstuinngang eða vorkrossmessu vorið
fyrir eftir því sem á stóð. Þó lítur svo út sem meira hafi fylgt með kaup-
gjaldinu sem þessi vísa bendir á sem kveðin er um þá venju:
Þriðjudaginn i föstuinngang,
það er mér i minni,
þá á hver að falla í fang
þjónustunni sinni.“12
Þessi vísa er til í ýmsum gerðum, og er einungis seinasta línan nokkurnveg-
inn sameiginleg þeim öllum: ,,(á) þjónustunni sinni“. Frá Árnessýslu og um
allt Vesturland til Strandasýslu þekkist hér og þar afbrigðið „Sunnudaginn í
föstuinngang“ í fyrstu línunni. í annarri línu kemur fyrir afbrigðið ,,fast það
hafðu í minni“, en það er sjaldséð. í þriðju línunni ber mönnum síst saman
um það, hvort menn eigi að ,,falla“, ,,hlaupa“ eða ,,þjóta“ í fang á þjón-
ustunni sinni.13
Aukið frjálsræði í samskiptum kynjanna kringum föstuinnganginn er al-
þekkt í allri Miðevrópu enn í dag, og fyrirbærið að gantast einkum við stelpur
á þriðjudaginn var einnig kunnugt á írlandi. Áðurnefnd vísa minnir annars á
gamla latneska vísu í þessu sambandi, sem þekkt var í Miðevrópu:
Edit Nonna, edit Clerus,
Ad edendum nemo serus,