Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 170
174
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Einnig var gamla húsið að Héðinshöfða, steinhúsið sem Benedikt Sveinsson
sýslumaður reisti 1880, skoðað. Eru þó aðeins veggirnir hinir upphaflegu, þar
sem húsið brann allmjög fyrir löngu en var þá endurbyggt. Nú stendur það
autt, en eigendur Héðinshöfða halda hlífskildi yfir því, en það stendur mjög
vel á gamla bæjarstæðinu.
Þá var skoðað gamla íbúðarhúsið að Halldórsstöðum í Laxárdal, sem reist
var úr viðum Múlakirkju í Aðaldal árið 1882, eftir að kirkja var aflögð þar.
Húsið var vandað og afargott og vel við haldið og má sjá þar margt úr kirkj-
unni, svo sem útidyr og dyraumbúnað í nýklassískum stíl, hluta af spjaldalofti
og lítils háttar af innanbúnaði kirkjunnar er þar einnig til. Hafði eigandinn,
William Pálsson, gert ráðstafanir til þess, að Byggðasafn Þingeyinga eignaðist
þá hluti.
Hraunsrétt í Aðaldal var einnig skoðuð í ferðinni, en talsvert hefur verið
rætt um að varðveita hana og lagði þjóðminjavörður til að svo yrði gert. Með
lagfæringum getur hún þjónað hlutverki sínu ágætlega áfram. Hún er hlaðin
úr hraungrýti, stendur á fögrum stað í hrauninu og orðin um aldargömul.
Þjóðminjavörður fór til Skagastrandar 4. október til viðræðna um gamalt
steinhús, upphaflega verslunarhús, sem byggt var 1913. Var það síðar skóla-
hús og íbúðarhús og þá nokkuð breytt frá því sem verið hafði í upphafi. Nú
var áhugi á því heima fyrir að hreppurinn keypti húsið og kæmi þar upp safni.
Hvað sem um safnhugmyndina verður þótti rétt að mæla með því að húsinu
yrði bjargað, enda er það með elstu steinhúsum sinnar gerðar og stendur vel á
sjávarbakkanum innanvert við höfnina. í ferðinni var einnig ráðgast um
viðgerð Staðarbakkakirkju í Miðfirði, sem verið er að gera við, en hún er reist
um 1890.
Merkan áfanga í minjavernd má kalla, að Landlæknishúsið gamla ofanvert
við Lækjargötuna í Reykjavík hlaut viðgerð á árinu, svo og turninn við enda
þess. Var þar komið upp veitingasölu í húsinu en í turninum vefnaðar- og list-
verslun, Gallerý Langbrók, á neðstu hæð, á miðhæð eru skrifstofur Lista-
hátíðar en efst aðsetur Torfusamtakanna, sem bera hitann og þungann af
björgun þessara húsa, þótt við ramman reip sé að draga. Mátti glöggt sjá, að
skoðanir manna breyttust mjög húsum þessum i vil þegar menn sáu, hver um-
skipti urðu á þeim og þau risu úr öskustó til vegs á ný.
Byggðasöfn
Veittar voru á fjárlögum kr. 38 millj. til byggðasafna og viðgerða einstakra
bygginga úti um landið. Skiptist féð þannig sem viðgerðarstyrkir eða bygg-
ingarstyrkir: Byggðasafn Akraness og nærsveita, kr. 800 þús.; til viðgerðar
kútters Sigurfara, kr. 1 millj.; til Norska hússins í Stykkishólmi, kr. 800 þús.;
til safnsins á Hnjóti V.-Barð. kr. 700 þús.; til Minjasafnsins á Akureyri, kr. 3