Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 170

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 170
174 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Einnig var gamla húsið að Héðinshöfða, steinhúsið sem Benedikt Sveinsson sýslumaður reisti 1880, skoðað. Eru þó aðeins veggirnir hinir upphaflegu, þar sem húsið brann allmjög fyrir löngu en var þá endurbyggt. Nú stendur það autt, en eigendur Héðinshöfða halda hlífskildi yfir því, en það stendur mjög vel á gamla bæjarstæðinu. Þá var skoðað gamla íbúðarhúsið að Halldórsstöðum í Laxárdal, sem reist var úr viðum Múlakirkju í Aðaldal árið 1882, eftir að kirkja var aflögð þar. Húsið var vandað og afargott og vel við haldið og má sjá þar margt úr kirkj- unni, svo sem útidyr og dyraumbúnað í nýklassískum stíl, hluta af spjaldalofti og lítils háttar af innanbúnaði kirkjunnar er þar einnig til. Hafði eigandinn, William Pálsson, gert ráðstafanir til þess, að Byggðasafn Þingeyinga eignaðist þá hluti. Hraunsrétt í Aðaldal var einnig skoðuð í ferðinni, en talsvert hefur verið rætt um að varðveita hana og lagði þjóðminjavörður til að svo yrði gert. Með lagfæringum getur hún þjónað hlutverki sínu ágætlega áfram. Hún er hlaðin úr hraungrýti, stendur á fögrum stað í hrauninu og orðin um aldargömul. Þjóðminjavörður fór til Skagastrandar 4. október til viðræðna um gamalt steinhús, upphaflega verslunarhús, sem byggt var 1913. Var það síðar skóla- hús og íbúðarhús og þá nokkuð breytt frá því sem verið hafði í upphafi. Nú var áhugi á því heima fyrir að hreppurinn keypti húsið og kæmi þar upp safni. Hvað sem um safnhugmyndina verður þótti rétt að mæla með því að húsinu yrði bjargað, enda er það með elstu steinhúsum sinnar gerðar og stendur vel á sjávarbakkanum innanvert við höfnina. í ferðinni var einnig ráðgast um viðgerð Staðarbakkakirkju í Miðfirði, sem verið er að gera við, en hún er reist um 1890. Merkan áfanga í minjavernd má kalla, að Landlæknishúsið gamla ofanvert við Lækjargötuna í Reykjavík hlaut viðgerð á árinu, svo og turninn við enda þess. Var þar komið upp veitingasölu í húsinu en í turninum vefnaðar- og list- verslun, Gallerý Langbrók, á neðstu hæð, á miðhæð eru skrifstofur Lista- hátíðar en efst aðsetur Torfusamtakanna, sem bera hitann og þungann af björgun þessara húsa, þótt við ramman reip sé að draga. Mátti glöggt sjá, að skoðanir manna breyttust mjög húsum þessum i vil þegar menn sáu, hver um- skipti urðu á þeim og þau risu úr öskustó til vegs á ný. Byggðasöfn Veittar voru á fjárlögum kr. 38 millj. til byggðasafna og viðgerða einstakra bygginga úti um landið. Skiptist féð þannig sem viðgerðarstyrkir eða bygg- ingarstyrkir: Byggðasafn Akraness og nærsveita, kr. 800 þús.; til viðgerðar kútters Sigurfara, kr. 1 millj.; til Norska hússins í Stykkishólmi, kr. 800 þús.; til safnsins á Hnjóti V.-Barð. kr. 700 þús.; til Minjasafnsins á Akureyri, kr. 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.