Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 59
ÁRNI BJÖRNSSON
SPRENGIDAGUR
1
Þriðjudagurinn í föstuinngang heitir á íslensku sprengidagur eða sprengi-
kvöld. Orðið sprengir virðist ekki hafa verið notað um þennan dag nema i
Vestur-Skaftafellssýslu, en þó kannast einstaka maður við það í Rangárvalla-
og Árnessýslu.1 Orðið sprengjudagur kemur líka fyrir, einkum um suðvestan-
vert landið.2 Jón Sigurðsson reyndi að koma nafninu hvíti Týsdagur inn í
málið i almanaki sínu 1853 og síðar, en það virðist aðeins einu sinni hafa kom-
ist á aðrar bækur en almanök, þ.e. í Lagasafni handa alþýðu 1906.3
Sennilega hefur Jón og fleiri talið, að hér væri um að ræða gamalt og
gleymt íslenskt orð, en dagurinn heitir hvidetirsdag á dönsku. Hafa orðsifja-
fræðingar talið þá nafngift dregna af þeim sið að ,,eta hvítt“ á þeim degi,
einkum hveitibollur í soðinni mjólk, sem einhverntímann hefur þótt mikið
hnossgæti. Ýmis önnur nöfn eru til á degi þessum í norrænum málum, svosem
feitetysdag, fettisdag, flesketysdag, smörtysdag, - kvitetysdag og
grautetysdagd
Öll lúta þessi nöfn að einhverju matarkyns, enda ekki að undra, þar sem
þetta var síðasti dagurinn á katólskum tíma sem borða mátti kjöt, áður en
langafasta skall yfir. Stundum voru fleiri matartegundir bannaðar, svosem
egg, smjör, korn og jafnvel fiskur, allt eftir því hversu hart var í heimi af völd-
um striðs eða veðráttu. Lengd föstunnar og strangleiki, 7-9 vikur, var nefni-
lega ekki ætíð hin sama frá ári til árs, heldur var föstutilskipunum beitt sem
einskonar hagstjórnartæki líkt þeim sem seðlabankar og efnahagsstofnanir
annast nú á dögum, þótt útskýringin væri oftast með trúarlegu yfirbragði
fyrrum.5
Hingaðtil hefur einkum verið álitið, að kjötkveðjuhátíð katólskra hafi
runnið saman við eldri vorhátíðir sunnan Alpafjalla, en þar má sjá merki
vorsins þegar í febrúar. Síðan hafi föstuinngangsgamanið breiðst norður á
bóginn. Þetta er ugglaust að nokkru leyti rétt. Nýjustu rannsóknir benda hins-
vegar til þess, að fræðimönnum hafi löngum yfirsést mikilsverður þáttur í
þessu sambandi, en það er skattheimtan á miðöldum.