Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 169

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 169
SKYRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1980 173 tungum, steinhús frá 1913, sem raddir hafa komið upp um að varðveita. Það er að mestu óbreytt frá fyrstu gerð og þarna kjörið tækifæri til að varðveita gott sýnishorn af skólahúsi frá þeim tíma, er farið var að reisa slík hús úti um landið, en ekki er vitað, hver muni hafa forgöngu um það verk. Þá fóru þeir sömu einnig skoðunarferð til Húsavíkur og Akureyrar 25. og 26. júní, einkum vegna viðgerðar Húsavíkurkirkju og hugsanlegrar viðgerðar gömlu kaupfélagshúsanna þar. Húsavíkurkirkja er af sömu megingerð og Hjarðarholtskirkja og Breiðabólstaðarkirkja í Fljótshlíð, sem allar eru reistar eftir teikningum Rögnvalds Ólafssonar, en langstærst og vönduðust þeirra allra. Stóð til að mála þessa merku kirkju og gera við það sem tekið var að bila, sem er einkum turninn. Var lögð áhersla á að breyta henni í engu, en lag- færa það sem aflaga hefur farið. Gömlu kaupfélagshúsin voru reist fyrir síðustu aldamót og er nú hætt að nota þau. Var helst gert ráð fyrir að rífa þau, eða jafnvel færa úr stað, en þau standa þröngt milli aðalgötunnar og sjávarbakkans. Hins vegar verður að segja, að þau eru afarmerkileg, líkast til einu verslunarhús sinnar tegundar, sem nú standa. Og þar sem Kaupfélag Þingeyinga er elsta kaupfélag landsins og hóf fljótlega að starfa í þessum húsum eru þau sögulega merkileg. Þau eru þó hálfilla farin, meðal annars vegna bruna fyrir fáum árum, en við athugun þótti einsýnt, að hægt væri að gera þau upp og láta þau standa framvegis á sinum stað, sem er i rauninni hið réttasta. Mundi kaupfélagið geta haft þeirra ýmis not fyrir verslun eða á annan hátt, en áformað er að leggja aðalleiðina gegnum kaupstaðinn annars staðar og jafnframt byggja við núverandi verslunarhús til austurs, þannig að umferðin færist þá fjær gömlu húsunum. Virtust forráðamenn kaupfélagsins mjög jákvæðir gagnvart tillögum um varðveislu húsanna, enda ótvirætt til menningarauka. Þá var einnig skoðaður gamli Húsavíkurbærinn, prestsetrið sem stendur ofarlega i kaupstaðnum á hinu forna bæjarstæði. Bærinn hefur verið í þremur röðum með burstum til suðurs, en nú er austasta röðin horfin og bær- inn allur kominn mjög á fallanda fót. Skátar á Húsavík hafa hins vegar fengið bæinn til umráða sem skátaheimili og eftir viðræður við forráðamenn skáta- félagsins virtist fullur hugur á að varðveita bæinn og gera við hann, enda getur hann orðið mjög hentugur i þessu skyni. Bærinn setur svip á umhverfi sitt, en bæjarstæðið, gamli kirkjugarðurinn og kirkjustæðið gamla er þarna óspillt ofan við íþróttaleikvanginn og virðist ekki þurfa að þrengja að verði tekið tillit til þessa í skipulagi. Húsavíkurkirkja, sem stóð næst á undan núverandi kirkju, var rifin og reist úr henni íbúðarhús, Kirkjubær, sem rifið var þetta sama sumar. Var til mikið brak úr kirkjunni og ætlaði byggðasafnið að hirða hið heillegasta úr viðunum sem sýnishorn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.