Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 26
30
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSiNS
Mikið mannvirki, Bjarnagarður
Hægt er að velta því eitthvað fyrir sér, hve mikil vinna hafi verið lögð í
fyrirtækið Bjarnagarður í dagsverkum reiknað. Slikar garðhleðslur eru nú af-
lagðar og við fátt að miða. I hugleiðingum um það, hversu mikil vinna hafi
verið lögð í forn garðlög Svarfdælinga getur Kristmundur Bjarnason þess
,,svo sem til gamans“, að Sigurjón bóndi á Laxamýri hafi á ofanverðri 19. öld
haft ,,tíu til tólf menn í vinnu þrjú sumur við garðahleðslu og hlóðu þeir hátt í
tvo kílómetra (eða eitt þúsund faðma)“.30 Kristmundur telur líklegt, að unnið
hafi verið þrjá mánuði sumar hvert. En ekki hefur Sigurjón verið sá búhöldur,
sem af er látið, ef hann hefur liðið svo slök afköst húskarla sinna, enda má
ráða af Minningarriti hans,31 að fleira hafi þessir menn aðhafst en garðhleðsl-
una eina og tíminn, sem unnið var sumar hvert, líklega miklu styttri en þrír
mánuðir, ella verða afköstin margfalt minni en rímilegt getur talist.
í flestum handritum Búalaga — en þessi handrit eru mjög mismunandi að
aldri — er nefnt hvað sé meðaldagsverk við garðhleðslu og miðað við löggarð
skv. Grágás og Jónsbók, en rnjög er það breytilegt í þessum handritum hvað
dagsverkið er talið margir faðmar. í því handriti, sem líklega mun elst, skinn-
handriti varðveittu í Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi og talið frá miðri eða
ofanverðri 15. öld, er dagsverkið talið 3 faðmar. í handriti frá lokum 15.
aldar (AM 1284,°) er það 6 faðmar, í handriti frá um 1580 20 álnir, en í öllum
handritum frá um 1600 og yngri ýmist 5 eða 6 faðmar.32 Líklegast er elsta og
lægsta talan, 3 faðmar, næst réttu. Er þá sennilega ekki átt við hleðsluna
eina, en einnig stungu hnausa og aðfærslu þeirra.
í grein, sem Jón Sigurðsson á Gautlöndum skrifaði um 1880 í eitt þeirra
fræðslu- og fréttablaða er Mývetningar skrifuðu á þeim tíma og létu berast
um sveitina, eru tillögur um ákvæðisdagsverk karla við ýmis störf og segir
þar, að ákvæðisdagsverk karlmanns skuli vera ,,að hlaða 3 faðma af torf-
garði er sé axlarhár, þykkt 4 fet neðan en 3 fet ofan“.33 Auðsæilega er hér
byggt á Búalögum, en þó er hér um þynnri garð og brattari að ræða en
nefndur er í nokkurri kunnri gerð þeirra laga og kann Jón því að hafa miðað
hér að nokkru við reynslu.
Ef við reiknum með að Bjarnagarður og aukagarðar jafni sig upp með það
að samsvara löggarði að fornu og að 3 faðmar löggarðs séu dagsverk, en
faðmur um 170 sm, lætur nærri að Bjarnagarður með aukagörðum slagi upp í
2000 dagsverk. Hértil koma svo traðirnar og hefur tekið ærinn tíma að gera
þær, einkum traðirnar miklu norðan við Bóndhól.
Sögn er þar eystra að Skjaldbreiðarbændum hefi verið uppálagt að hlaða
Bjarnagarð. Önnur sögn er, að Bjarnagarður dragi heiti af nafni sakamanns,
sem settur hafi verið í það verk að hlaða garðinn. En vitanlega er fjarri því, að