Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 26

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 26
30 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSiNS Mikið mannvirki, Bjarnagarður Hægt er að velta því eitthvað fyrir sér, hve mikil vinna hafi verið lögð í fyrirtækið Bjarnagarður í dagsverkum reiknað. Slikar garðhleðslur eru nú af- lagðar og við fátt að miða. I hugleiðingum um það, hversu mikil vinna hafi verið lögð í forn garðlög Svarfdælinga getur Kristmundur Bjarnason þess ,,svo sem til gamans“, að Sigurjón bóndi á Laxamýri hafi á ofanverðri 19. öld haft ,,tíu til tólf menn í vinnu þrjú sumur við garðahleðslu og hlóðu þeir hátt í tvo kílómetra (eða eitt þúsund faðma)“.30 Kristmundur telur líklegt, að unnið hafi verið þrjá mánuði sumar hvert. En ekki hefur Sigurjón verið sá búhöldur, sem af er látið, ef hann hefur liðið svo slök afköst húskarla sinna, enda má ráða af Minningarriti hans,31 að fleira hafi þessir menn aðhafst en garðhleðsl- una eina og tíminn, sem unnið var sumar hvert, líklega miklu styttri en þrír mánuðir, ella verða afköstin margfalt minni en rímilegt getur talist. í flestum handritum Búalaga — en þessi handrit eru mjög mismunandi að aldri — er nefnt hvað sé meðaldagsverk við garðhleðslu og miðað við löggarð skv. Grágás og Jónsbók, en rnjög er það breytilegt í þessum handritum hvað dagsverkið er talið margir faðmar. í því handriti, sem líklega mun elst, skinn- handriti varðveittu í Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi og talið frá miðri eða ofanverðri 15. öld, er dagsverkið talið 3 faðmar. í handriti frá lokum 15. aldar (AM 1284,°) er það 6 faðmar, í handriti frá um 1580 20 álnir, en í öllum handritum frá um 1600 og yngri ýmist 5 eða 6 faðmar.32 Líklegast er elsta og lægsta talan, 3 faðmar, næst réttu. Er þá sennilega ekki átt við hleðsluna eina, en einnig stungu hnausa og aðfærslu þeirra. í grein, sem Jón Sigurðsson á Gautlöndum skrifaði um 1880 í eitt þeirra fræðslu- og fréttablaða er Mývetningar skrifuðu á þeim tíma og létu berast um sveitina, eru tillögur um ákvæðisdagsverk karla við ýmis störf og segir þar, að ákvæðisdagsverk karlmanns skuli vera ,,að hlaða 3 faðma af torf- garði er sé axlarhár, þykkt 4 fet neðan en 3 fet ofan“.33 Auðsæilega er hér byggt á Búalögum, en þó er hér um þynnri garð og brattari að ræða en nefndur er í nokkurri kunnri gerð þeirra laga og kann Jón því að hafa miðað hér að nokkru við reynslu. Ef við reiknum með að Bjarnagarður og aukagarðar jafni sig upp með það að samsvara löggarði að fornu og að 3 faðmar löggarðs séu dagsverk, en faðmur um 170 sm, lætur nærri að Bjarnagarður með aukagörðum slagi upp í 2000 dagsverk. Hértil koma svo traðirnar og hefur tekið ærinn tíma að gera þær, einkum traðirnar miklu norðan við Bóndhól. Sögn er þar eystra að Skjaldbreiðarbændum hefi verið uppálagt að hlaða Bjarnagarð. Önnur sögn er, að Bjarnagarður dragi heiti af nafni sakamanns, sem settur hafi verið í það verk að hlaða garðinn. En vitanlega er fjarri því, að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.