Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 81
85
DULARFULLIR SKURÐLISTARMENN Á 18. ÖLD.
8. mynd. Kislill. Fura. L. 53,5 cm. Þjms. 901. Sigurður Guðmundsson málari, forstöðumaður
Forngripasafnsins, hafði skrifað á seðil og lagt í kistilinn: ,,Hallgrímurfaðir Þorláks í Skriðu hef-
ur skorið þennan kistil. “ — Ljósm. höf.
háum reiðstígvélum. Á hausnum á öðrum hestinum situr fugl, líklega veiði-
haukur. Álíka glerfínn herra með bikar í hendi býður manninum hressingu.
Sýnilega á að bera reiðmanninum velkomanda- eða kveðjuskál.6 Kona á
íslenskum búningi sinnar tíðar, með háan krókfald á höfði, stendur fyrir
aftan húsráðanda. Á öðrum kistlinum sjáum við á milli þeirra strák sem heldur á
flösku.7
Skrautfjöl með reiðmanni í jurtaskrúði (9. mynd) getur einnig verið af kistli
og er sennilega hluti af svipuðu myndefni. Hér kemur reiðmaðurinn frá hægri
og tveir fuglar sitja í greinunum fyrir ofan hann.
Nokkrar aðrar frálausar skrautfjalir (10. mynd)8, ef til vill af kistli, saman-
standa af tveimur samhverfum jurtaskreytum með fugla í greinum (þau eru
mjög lik, annað ekki með á myndinni) og af tveimur öðrum skreytum sem eru
ákaflega lík, en á þann hátt að annað gæti næstum því verið spegilmynd af
hinu. Á hvoru um sig er ástarpar, sem leitt getur hugann að hjarðsenum
rokokkótímans. En það er hófstillt ástarjátning og pörin eru skjóllega klædd,
enda kemur það sér betur í veðurfari norðursins. Skrautverkið er ekki heldur
neitt rokkokóskreyti, heldur hin venjulegu jurtalíki tréskerans, ef til vill
nokkru ávalari á yfirborði en oftast er, minna um skýra miðkamba. Kólfurinn