Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 96

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 96
100 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS syni. Eftir nákvæma rannsókn og samanburð við hluti af flokki 1 og 2 fannst okkur varla efi á að verkið væri frá hvorugri þeirri hendi. Niðurstaðan verður þá sú að fjölin byggir ekki brú milli flokkanna í þeim skilningi að unnt sé að eigna þá einum og sama listamanni. Þvert á móti virð- ist hún sýna að hér séu þrír menn á ferðinni. 1) Höfundur flokks 1, smá- skurður með að nokkru leyti rokokóættuðum mannamyndum, en jurtaskreyti sem aðeins óverulega hefur svip af evrópsku rokokkó og stendur nær renessans og barokk. 2) Höfundur flokks 2, sem sýnir mjög persónulega sam- bræðslu efnisatriða frá régence, blómabarokki og akantusbarokki, en ekki nema lítil áhrif frá rokokkó. Allar líkur mæla með því að þessi listamaður hafi verið hinn þekkti ,,bíldhöggvari“ Hallgrímur Jónsson. 3) Tréskerinn eða bíldhöggvarinn sem vann fyrir Ólaf Stefánsson amtmann þegar hann lét reisa og skreyta torfkirkju II í Hólum í Eyjafirði. Það listaverk hans sem við þekkjum er með básúnuenglum og jurtaskreyti sem ber svip af barokkstílnum. Þessi þrískipting gæti í rauninni bent til þess að tréskurðarhefðin á Norður- landi á ofanverðri 18. öld hafi verið auðugri en maður ef til vill hefur haldið.15 Óskandi væri að þessi greining milli þriggja mismunandi skurðhanda eða list- rænna persónuleika í tréskurði gæti orðið fyrsta skrefið á þeirri leið að bera endanleg kennsl á listamennina. Hver veit nema einstakt langminni íslendinga og mikil persónusöguleg þekking þeirra varpi að lokum alskæru ljósi á þetta. Kristján Eldjárn þýddi TILVITNANIR 1 Planteornamentikken i islandsk treskurd I-II, Kobenhavn 1967. Einkum I, bls. 98, 111-112. 2 Hörður Ágústsson: Fornir húsaviðir í Hólum. Árbók 1978, bls. 5-66. 3 Þriðja verki sem hér er til sýnis verðum við að sleppa í þessu sambandi. Það er fínlegt skreyti sem hefur getað verið toppstykki. Á því er engilshöfuð í miðju og skrautverk með blómum og ávöxtum til beggja hliða. Það virðist lítið eiga skylt við flokkana tvo. I samanburði við flokk 2 er sérstaklega engilshöfuðið of fínlegt og nákvæmlega skorið. 4 Áður nákvæmlega lýst í Árbók 1957-1958, bls. 24-25. 5 Öðrum kistlinum (6. mynd) er nákvæmlega lýst í Árbók 1961, bls. 119-120. 6 „Auðséð er, að hér er verið að fylgja höfðingja á hest, og drekka hestaskálina, sem kölluð var“, segir Sigurður Vigfússon (1878) um myndefnið á kistlinum Þjms. 901, 8. mynd. (Skýrsla um Forngripasafn íslands II, 1, Reykjavík 1881, bls. 30.) Búningi mannanna lýsir hann á þessa leið: „Maðurinn á hestinum ... er í dökkrauðum rokk, og er röð af hnöppum niðureptir barminum ofan úr; innan undir er hann í nokkurs konar hárauðu vesti síðu, með hnapparöð á barminum; ekki verður séð, hvort hann er í háum stígvélum eða með hæla-háa skó; ... Maðurinn, sem stendur undir laufinu á móti, hefir sama búnað, nema hann er i hárauðum rokk, í grænu vesti undir og gulum brókum." 7 Um kvenbúninginn á kistlinum Þjms. 901, 8. mynd, segir Sigurður Vigfússon á sama stað:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.