Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 56
60
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Minningartafla Þórðar biskups Þorlákssonar og Guðríðar Gísladóttur, Þjms. 4677. — Ljósm.
Gísli Gestsson.
minningartöflu og aðrar myndir, sem örugglega eru eftir séra Hjalta. Fer þá
vart á milli mála, að líkindin eru það mikil, að næg sönnun fæst fyrir því að
hann hafi málað minningartöflu þeirra Bæjarhjóna.
Meginuppsetning myndar hjónanna, Björns og Guðrúnar, er hin sama og
alþekkt er á slíkum töflum. Þau standa hvort sínum megin við kross Krists. Sé
hún borin saman við hina alþekktu minningartöflu séra Hjalta af Þórði bisk-
upi Þorlákssyni í Skálholti og Guðríði konu hans (Þjms. 4677) sést, að hér er
svo til nákvæmlega sama uppstillingin og einnig eru mörg smáatriði afarlík.
Mynd þeirra biskupshjóna er að sönnu betur gerð, en bæði halda þau hönd-
unum i sams konar bænarstellingum og Björn og Guðrún, bæði horfa þau
eins, Kristsmyndin (sem hér er að vísu aðeins hálf, því að nú vantar efri hluta
myndarinnar) er mjög svipuð og álíka stór, en lendaklæðið á Kristsmyndinni í
minningartöflu biskupshjónanna er allt eðlilegra og eins er um líkama Krists.
Þá eru tjöldin til beggja hliða lík á báðum þessum myndum, nema hvað á
töflu biskupshjónanna hanga skúfar niður úr þeim. Svipað munstur er á faldi
kvennanna beggja og litameðferð er mjög hin sama á báðum myndunum. Á
töflu biskupshjónanna er áletrun neðst, nöfn þeirra með latínuletri, og svipar
stafagerðinni mjög mikið saman á báðum töflunum, þótt betri sé á töflunni
frá Bæ. Má til dæmis benda á upphafsstafina T og R, en þó einkum stafinn G,
sem eru afarlíkir og vitna um sömu hönd. Á minningartöflu biskupshjónanna