Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 7
BJARNAGARÐUR
11
á báða vegu, sem Skjaldbreiðarmenn ráku fénað sinn eftir í áðurnefnt
afréttarland til þess að troða ekki né skemma slægjuland nágranna sinna.
Eftirfarandi bæjanöfn eru ennþá í minnum höfð: Saurbær, þar sem kirkjan á
að hafa staðið; Vatnsendi, sem getið er í sögu Gunnars Keldunúpsfífls;
Dálkur, sem nefndur er í Vilchinsmáldaga. Þar er og getið bæjanna Erfstaða,
Aurlands og Aurdals, er vel gæti verið misritun fyrir Refstaði, Hörgsland og
Hörgsdal, sem ennþá eru byggð býli á Síðunni11.22
Auðsætt er að það sem Sveinn hefur að segja er að mestu runnið frá Jóni
Steingrímssyni, þótt orðalagi sé breytt. Það er sjálfsagt mislestur eða penna-
glöp, að Bjarnagarður sé austan við Landbrotsbyggðina og á að vera vestan
við hana.
Þorvaldur Thoroddsen hefur eftirfarandi að segja í frásögn af ferð sinni um
Vestur-Skaftafellssýslu sumarið 1893:
„Það eru munnmæli hér eystra, að byggð hafi fyrst verið mikil í Skjaldbreið,
en því nær engin fyrir vestan Landbrotsvötnin; þá höfðu Skjaldbreiðar-
bændur beit fyrir fé sitt fyrir vestan Bjarnagarða í Landbroti, en er byggðin í
Skjaldbreið fór af, fluttur þeir sig vestur yfir og byggðu bæi í Landbroti.“23
Brynjúlfur Jónsson ferðaðist um Vestur-Skaftafellssýslu í fornminjakönnun
sumarið 1909. Hann skrifar:
,,Þá er hlaup komu í Hverfisfljót fyrrum, hafði það farið kringum hólinn
[Orustuhól] og alt suður í Skaftá. Gefur að skilja, að sandburðurinn, sem því
fylgdi, hafi hrakið hana vestur á við og mun bygðarlagið Skjaldbreið hafa
eyðst af þeim orsökum. Það virðist hafa verið sunnanmegin við Skaftá og
áfast við Landbrotið; því hagbeit þess var í Landbrotshrauninu fyrir utan
Bjarnagarð, sem séra Jón Steingrímsson getur (Safn t.s.ísl. IV, bls. 55).
Bjarnagarður sést enn og hefir hann verið afarmikið mannvirki. Áður en
Skjaldbreið eyddist hefir Skaftá runnið nær Fossi á Síðu en hún rennur nú“.2‘1
Lýsing á Bjarnagarði, byggð á
vettvangskönnun og flugmyndum *)
Ekki verður Bjarnagarður lengur rakinn með fullu öryggi lengra norður en
að heimreið í Ásgarð, skammt austur af aðalvegi um Landbrot, en norðar má
þó greina í góðri birtu spotta af honum, þar sem hann liggur frá Ásgarðstúni
* Hafa verður kortin, er greininni fylgja, til hliðsjónar við lestur þessa kafla. Kort II er byggt á
flugmyndum og ítarlegri vettvangskönnun.
Kort I. Landbrot og Skjaldbreið. Hluti af atlasblaði 78, Kirkjubæjarklaustur. Mælt 1904,
endurskoðað 1973. Birt með leyfi Landmælinga íslands — Map I. Eastern Landbrot and adjacent
sandur ptain — Published with the permission of Iceland’s Geodetic Survey.