Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Blaðsíða 5
BJARNAGARDUR
að gera það til fullnustu. Þegar er talsvert af honum horfið vegna tún-og garð-
ræktar og vegagerðar og ósnortnu kaflarnir styttast með hverju árinu. Önnur
ástæða var sú, að æskilegt virtist að varðveita skv. lögum um fornminjar eitt-
hvað af þessu forna og myndarlega mannvirki, en forsenda þess var, að kann-
að yrði nánar hverjir hlutar þess væru helst verðir verndunar.
Heimildir um Bjarnagarð
Elstu heimild um Bjarnagarð er að finna í riti séra Jóns Steingrímssonar,
Fullkomið skrif um Síðueld. í skrá yfir eyðiþýli, sem er einskonar viðþótar-
kafli við frásögnina af eldinum, segir:
,,í því víðlenda plázi, fram af Hörgslandi, sem nú kallast Skjaldhreið, var
þyggð til forna, sem öll hefur eyðst af vatns- og sandyfirgangi eður hlaupum,
en þar ágreinir, í hverjum helzt hlaupum það hefur orðið, vil jeg ekkert víst
segja um það. Er sagt þar hafi 8 bæir verið, hafi ei annað land verið hjá þeim
en slægjur einar, en hagþeitin hafi verið fyrir vestan Bjarnagarð, er liggur
eptir allri Landhrotsþyggð, frá Ásgarðshálsi suður fyrir Þykkvabæ. Til sann-
indamerkis sjest nú hlaðin tröð á þáðar síður eður ein þein gata, milli Land-
þrots byggðarinnar vestur fyrir greindan Bjarnagarð, og austur í Saurbæjar-
háls við Skaptá, um hverja Skjaldbreiðarbændur skyldu reka allan kvikfjenað
sinn, að hann gjörði ei skaða þeim, er þar á þáðar síður bjuggu; við þennan
háls hefur þær verið, sem enn þá sjest merki til, sem Skaptá, hefur aftekið, er
kallast hefur Saurþær, og sagt er hafi verið kirkjustaður Skjaldbreiðarmanna.
Bæjanöfn þar hef jeg ei sjeð nema þessi:
Vatnsendi, eptir sögunni af Gunnari Keldugnúpsfífli, Dálkur, eptir Wilkins
máldaga, því þá jörð er hér hvergi annarsstaðar að finna. Þar er og getið um
Erfstaði, Aurland og Aurdal, sem getur verið Refstaðir, Hörgsland og Hörgs-
dalur, af stafvillu, og því útfæri jeg þær ekki".21
Næst er Bjarnagarðs getið í Jöklariti Sveins Pálssonar, þyggðu á ferðum
hans 1792-1794. Þar segir:
„Skjaldhreið kallast nú á tímum eyðisandur, þar sem fáeinir melkollar
standa eftir, utan og ofan við fyrrverandi útfall Skaftár, fram af austanverðri
Síðusveitinni, en í fyrndinni á að hafa verið þar þyggðarhverfi með 8 byggð-
um býlum, er voru sérstök kirkjusókn. Eyddist hún aðallega af vatnavöxtum í
Hverfisfljóti og Skaftá ásamt sandfoki frá eyðisöndunum í nágrenninu, með
öðrum orðum: beinlínis af umróti áðurnefndra jökla. Eigi verður vitað fyrir
víst, hvenær byggð þessi eyddist, en hitt er vist, að hún var enn við lýði á dög-
um Vilchins Skálholtsþiskups, í þyrjun 15. aldar. Talið er, að þessi 8 býli hafi
einungis haft landrými, sem nægði til heyskapar, en hagabeit fyrir skepnur
sínar áttu þau vestan við svonefndan Bjarnagarð, er liggur frá N til S austan
við Landþrotsþyggðina. Þar sér og enn fyrir tröðum eða götu með girðingum