Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Side 5

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Side 5
BJARNAGARÐUR 9 að gera það til fullnustu. Þegar er talsvert af honum horfið vegna tún-og garð- ræktar og vegagerðar og ósnortnu kaflarnir styttast með hverju árinu. Önnur ástæða var sú, að æskilegt virtist að varðveita skv. lögum um fornminjar eitt- hvað af þessu forna og myndarlega mannvirki, en forsenda þess var, að kann- að yrði nánar hverjir hlutar þess væru helst verðir verndunar. Heimildir um Bjarnagarð Elstu heimild um Bjarnagarð er að finna í riti séra Jóns Steingrimssonar, Fullkomið skrif um Síðueld. í skrá yfir eyðibýli, sem er einskonar viðbótar- kafli við frásögnina af eldinum, segir: ,,í því víðlenda plázi, fram af Hörgslandi, sem nú kallast Skjaldbreið, var byggð til forna, sem öll hefur eyðst af vatns- og sandyfirgangi eður hlaupum, en þar ágreinir, í hverjum helzt hlaupum það hefur orðið, vil jeg ekkert víst segja um það. Er sagt þar hafi 8 bæir verið, hafi ei annað land verið hjá þeim en slægjur einar, en hagbeitin hafi verið fyrir vestan Bjarnagarð, er liggur eptir allri Landbrotsbyggð, frá Ásgarðshálsi suður fyrir Þykkvabæ. Til sann- indamerkis sjest nú hlaðin tröð á báðar síður eður ein bein gata, milli Land- brots byggðarinnar vestur fyrir greindan Bjarnagarð, og austur í Saurbæjar- háls við Skaptá, um hverja Skjaldbreiðarbændur skyldu reka allan kvikfjenað sinn, að hann gjörði ei skaða þeim, er þar á báðar síður bjuggu; við þennan háls hefur bær verið, sem enn þá sjest merki til, sem Skaptá, hefur aftekið, er kallast hefur Saurbær, og sagt er hafi verið kirkjustaður Skjaldbreiðarmanna. Bæjanöfn þar hef jeg ei sjeð nema þessi: Vatnsendi, eptir sögunni af Gunnari Keldugnúpsfífli, Dálkur, eptir Wilkins máldaga, því þá jörð er hér hvergi annarsstaðar að finna. Þar er og getið um Erfstaði, Aurland og Aurdal, sem getur verið Refstaðir, Hörgsland og Hörgs- dalur, af stafvillu, og því útfæri jeg þær ekki“.21 Næst er Bjarnagarðs getið í Jöklariti Sveins Pálssonar, byggðu á ferðum hans 1792-1794. Þar segir: „Skjaldbreið kallast nú á tímum eyðisandur, þar sem fáeinir melkollar standa eftir, utan og ofan við fyrrverandi útfall Skaftár, fram af austanverðri Síðusveitinni, en í fyrndinni á að hafa verið þar byggðarhverfi með 8 byggð- um býlum, er voru sérstök kirkjusókn. Eyddist hún aðallega af vatnavöxtum í Hverfisfljóti og Skaftá ásamt sandfoki frá eyðisöndunum í nágrenninu, með öðrum orðum: beinlínis af umróti áðurnefndra jökla. Eigi verður vitað fyrir víst, hvenær byggð þessi eyddist, en hitt er víst, að hún var enn við lýði á dög- um Vilchins Skálholtsbiskups, í byrjun 15. aldar. Talið er, að þessi 8 býli hafi einungis haft landrými, sem nægði til heyskapar, en hagabeit fyrir skepnur sínar áttu þau vestan við svonefndan Bjarnagarð, er liggur frá N til S austan við Landbrotsbyggðina. Þar sér og enn fyrir tröðum eða götu með girðingum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.