Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Síða 96
100
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
syni. Eftir nákvæma rannsókn og samanburð við hluti af flokki 1 og 2 fannst
okkur varla efi á að verkið væri frá hvorugri þeirri hendi.
Niðurstaðan verður þá sú að fjölin byggir ekki brú milli flokkanna í þeim
skilningi að unnt sé að eigna þá einum og sama listamanni. Þvert á móti virð-
ist hún sýna að hér séu þrír menn á ferðinni. 1) Höfundur flokks 1, smá-
skurður með að nokkru leyti rokokóættuðum mannamyndum, en jurtaskreyti
sem aðeins óverulega hefur svip af evrópsku rokokkó og stendur nær
renessans og barokk. 2) Höfundur flokks 2, sem sýnir mjög persónulega sam-
bræðslu efnisatriða frá régence, blómabarokki og akantusbarokki, en ekki
nema lítil áhrif frá rokokkó. Allar líkur mæla með því að þessi listamaður
hafi verið hinn þekkti ,,bíldhöggvari“ Hallgrímur Jónsson. 3) Tréskerinn eða
bíldhöggvarinn sem vann fyrir Ólaf Stefánsson amtmann þegar hann lét reisa
og skreyta torfkirkju II í Hólum í Eyjafirði. Það listaverk hans sem við
þekkjum er með básúnuenglum og jurtaskreyti sem ber svip af barokkstílnum.
Þessi þrískipting gæti í rauninni bent til þess að tréskurðarhefðin á Norður-
landi á ofanverðri 18. öld hafi verið auðugri en maður ef til vill hefur haldið.15
Óskandi væri að þessi greining milli þriggja mismunandi skurðhanda eða list-
rænna persónuleika í tréskurði gæti orðið fyrsta skrefið á þeirri leið að bera
endanleg kennsl á listamennina. Hver veit nema einstakt langminni íslendinga
og mikil persónusöguleg þekking þeirra varpi að lokum alskæru ljósi á þetta.
Kristján Eldjárn
þýddi
TILVITNANIR
1 Planteornamentikken i islandsk treskurd I-II, Kobenhavn 1967. Einkum I, bls. 98, 111-112.
2 Hörður Ágústsson: Fornir húsaviðir í Hólum. Árbók 1978, bls. 5-66.
3 Þriðja verki sem hér er til sýnis verðum við að sleppa í þessu sambandi. Það er fínlegt skreyti
sem hefur getað verið toppstykki. Á því er engilshöfuð í miðju og skrautverk með blómum og
ávöxtum til beggja hliða. Það virðist lítið eiga skylt við flokkana tvo. I samanburði við
flokk 2 er sérstaklega engilshöfuðið of fínlegt og nákvæmlega skorið.
4 Áður nákvæmlega lýst í Árbók 1957-1958, bls. 24-25.
5 Öðrum kistlinum (6. mynd) er nákvæmlega lýst í Árbók 1961, bls. 119-120.
6 „Auðséð er, að hér er verið að fylgja höfðingja á hest, og drekka hestaskálina, sem kölluð
var“, segir Sigurður Vigfússon (1878) um myndefnið á kistlinum Þjms. 901, 8. mynd.
(Skýrsla um Forngripasafn íslands II, 1, Reykjavík 1881, bls. 30.) Búningi mannanna lýsir
hann á þessa leið: „Maðurinn á hestinum ... er í dökkrauðum rokk, og er röð af hnöppum
niðureptir barminum ofan úr; innan undir er hann í nokkurs konar hárauðu vesti síðu, með
hnapparöð á barminum; ekki verður séð, hvort hann er í háum stígvélum eða með hæla-háa
skó; ... Maðurinn, sem stendur undir laufinu á móti, hefir sama búnað, nema hann er i
hárauðum rokk, í grænu vesti undir og gulum brókum."
7 Um kvenbúninginn á kistlinum Þjms. 901, 8. mynd, segir Sigurður Vigfússon á sama stað: