Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Síða 17
BJARNAGARÐUR
21
11. mynd. Traðirnar norðan við Bóndhól. Horfl til austurs af þjóðveginum. Ljósm. S.Þ. 1980. —
Fig. 12. The lane III on Map II viewed from W.
lögn, sem virðist vera í framhaldi af tröðunum og kann að hafa myndað hluta
af trektarlaga inngangi í þær. Þar er og fornlegur hlaðinn vegarspotti, eða
brú, yfir keldusvað.
Aðrar traðir (II á korti II) er að finna þar sem heita Dalbæjargeilar, en þær
eru lægðardrög, sem liggja frá vestri til austurs um 200 m sunnan við heim-
reiðina að Eystri-Dalbæ og ná austur á móts við bæinn. Gamall, nú þornaður
vatnsfarvegur liggur austur eftir geilunum og virðist hafa verið nýttur að ein-
hverju leyti sem tröð, því austur frá aðalgarði, um 70 m sunnan áðurnefndrar
réttar, liggur þvergarður, sem um 150 m austar gengur yfir í norðurbakka
vatnsrásarinnar á um 300 m löngum kafla og heldur síðan áfram nokkurn spöl
norðan vatnsfarvegar og er á þeim kafla einnig garður sunnan farvegarins,
svo að þarna myndast 20-30 m breið trekt.
Þriðju traðirnar (III á korti II) eru fyrir norðan Bóndhól, sem fyrr getur,
þær myndarlegustu í Bjarnagarðskerfinu (11.-12. mynd). Þær liggja í sveig
með gervigígnum að norðan að norðausturhorni hans og týnast þar nú orðið í
plægðum túnum, en Guðrún Magnúsdóttir cand. mag., safnvörður hjá Ör-
nefnastofnun Þjóðminjasafns, sem er frá Sólheimum í Landbroti, hefur frætt
mig á því, að til skamms tima hafi sést vel til traða suður með Bóndhól austan-
verðum og enn megi sjá fyrir vestri vegg þeirra og til traðanna sjálfra af gras-