Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Síða 69

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Síða 69
SPRENGIDAGUR 73 maður hans, Egill bóndi Einarsson á Snorrastöðum í Laugardal, var fæddur 1523 og hefði því átt að muna katólska siði af eigin raun. Það er þó ólíklegt, að vatn hafi einungis verið vígt á sunnudögum. Úti í Evrópu var sem áður sagði alvanalegt að blessa mat sérstaklega með þeim hætti við stærri hátíðir svosem föstuinngang og á páskum, sem gæti útskýrt orðið sprengjelaurdag í Noregi. En jafnvel þótt svo hefði verið, er ekki þar með sagt, að vatninu hafi endilega verið stökkt á dauða og lifandi hluti á sama degi. Og ljóst er, að þær athafnir, sem hér er sagt frá, gætu rúmast innan merkingar þýsku orðanna Sprengetag og Sprengfest.31 Slík fyrirbæri hlutu svo að hverfa við siðbreytinguna um miðja 16. öld, en óljós minni um þau gátu hæglega lifað áfram og ósjaldan í eitthvað brenglaðri mynd, svo að síður væri unnt að úthrópa þau sem alvarlega pápisku. 5. Hér verður nú sett fram eftirfarandi tilgáta: Orðið Sprengetag eða einhver mynd þess hefur borist hingað úr þýsku og liklega fremur með Hansakaupmönnum undir lok miðalda en hinum þýsk- menntuðu biskupum. Ella ætti þess frekar að sjá stað i kirkjumálinu, en einsog áður greindi frá telur Jón Grunnvíkingur þetta alþýðuorð. Hugsanlega gæti norska þó verið milliliður, en á sama hátt hefur orðið væntanlega borist þangað. Því miður hefur svo lítið enn verið orðtekið af norskum skjölum frá 15. og 16. öld, að ekki er unnt að fullyrða neitt um, hvort þvílíkt orð komi þar fyrir. Svipað er raunar að segja um skjöl frá þessum tíma á hinum fjölmörgu þýsku mállýskum, og er þó rétt að minna aftur' á svissneska orðið Sprengmantig. Við siðbreytinguna á 16. öld var sá siður vitaskuld bannaður að stökkva vígðu vatni á menn, skepnur, matvæli, hús, tún og engjar. Orðið sprengi- dagur hefur þó geymst áfram og fest við föstuinnganginn, sem líklegt er að verið hafi einn þeirra tíma, þegar vígt vatn var hvað mest um hönd haft. Löngu seinna býr þjóðin sér svo til þá skýringu á þessu framandlega orði, að á þriðjudaginn í föstuinngang hafi mönnum í katólskum sið hætt við að éta sig í spreng. í Noregi hefur orðið hinsvegar fest við laugardaginn fyrir páska, sem einmitt var mikill ,,sprengidagur“ í katólskum sið einsog áður greinir. TILVÍSANIR 1 Þjóðháttaskráning Þjóðminjasafnsins (ÞÞ) 3690, 3701, 3853, 3720, 3737. 2 ÞÞ 3651, 3721, 3815. 3 Almanak. íslenzkað af Jóni Sigurðssyni. Khöfn 1853-54, 1860-74. Almanak hins íslenzka Þjóðvinafélags. Rv. 1875-1969. Almanak. Útg. Ólafur S. Thorgeirsson. Winnipeg 1895-96.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.