Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Side 29

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Side 29
KUMLATEIGUR I HRÍFUNESI í SKAFTÁRTUNGU IV 33 gjóskulögum frá sögulegum tíma á þessu svæði kom í ljós að það var yngra en Landnámslagið (Guðrún Larsen 1978). Ennfremur kom í ljós að E-1 og Landnámslagið fundust ekki ofan á hraunum á Mýrdalssandi. Hægt er að komast undir einn þessara hraunstrauma, sem leggst að Hrífuneshólma, og þar liggur E-1 beint undir hrauninu. Hvorki E-1 né Landnámslag fundust ofan á Landbrotshrauninu. Niðurstaðan af gjóskukortlagningunni varð sú að gjóskulagið E-l, hraunin á Mýrdals- sandi, þ.e. Álftavershraun og Hólmshraun, svo og Landbrotshraun, væru af svo líkum aldri, að til greina kæmi að telja þau mynduð í einu gosi á Kötlu-Eldgjár gossprungukerfinu og að þetta hefði gerst eftir að land byggðist (Guðrún Larsen 1979). Þar sem aldur Landnámslags var ekki þekktur með vissu, var látið nægja að benda á að þetta stóra gos væri um 40-80 árum yngra, að öllum líkindum frá 10. öld. Með hlið- sjón af frásögnum Landnámu um Álftaver og jarðeld sem rann þar ofan var fyrri hluti 10. aldar talinn líklegri (Guðrún Larsen 1979). Þorvaldur Thoroddsen komst að svipaðri niðurstöðu varðandi þessi hraun þegar árið 1894. Tala Þorvaldar um stærð hraunanna, 9.3 km3 (Þorvaldur Thoroddsen 1925), verður notuð hér óbreytt enda þótt mælingar á flatarmáli þeirra bendi tíl að hún sé lágmarkstala. í Skaftáreldunum 1783 komu upp um 12 km3 af hrauni. Gos af þess- ari stærðargráðu (~10 km3) eru fátíð, bæði hérlendis og annars staðar (Williams and McBirney 1979). Merki um Skaftáreldana hafði fundist í ískjörnum úr Grænlandsjökli og skar sig úr hvað stærð snerti. Þegar ljóst virtist að gos af þeirri stærðargráðu hefði orðið á Kötlu-Eldgjár gossprungukerfinu á 10. öld var kannað hvort merki fyndust um svo stórt gos á 10. öld eða næstu öldum á undan og eftir (Sigurður Þórar- insson 1982). Aðeins eitt sambærilegt merki kemur fram í ísnum á tímabilinu 553-1782 A.D. - á árinu 934 ± 2 ár (Hammer o.fl. 1980). Vegna þess hve gos af þessari stærðargráðu eru sjaldgæf verður að telja mjög sterkar líkur á að merkið í árlaginu frá 934 í ískjarnanum eigi við gosið frá 10. öld á Kötlu-Eldgjár gossprungukerfinu. Hér verður gengið út frá því að raunaldur gjóskulagsins E-1 sé þekktur og að lagið sé frá 934 A.D. (± 2 ár). Ekki eru allir á einu máli um stærð þessa goss — en það er einmitt stærðin sem skiptir máli fyrir tenginguna við ískjarnann. Á nýja jarð- fræðikortinu af Miðsuðurlandi (Haukur Jóhannesson, Kristján Sæm- undsson og Sveinn Jakobsson 1982) er hraunið á neðri hluta Mýrdals- sands (Álftavershraun) ekki talið með hraunum frá sögulegum tíma þar eð einn höfundanna, Sveinn Jakobsson, taldi rökin fyrir svo ungum aldri ekki næg (Sveinn Jakobsson pers. uppl. 1982). Hins vegar eru 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.