Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Side 33

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Side 33
KUMLATEIGUR í HRÍFUNESI í SKAFTÁRTUNGU IV 37 er sú að gjóskulinsurnar hafi verið í eða á torfum sem ristar voru þegar gröfin var tekin. Gjóskan gæti hvort heldur sem er hafa verið í torfinu eða ofan á því þegar rist var. Raskið á Landnámslaginu náði þó fulllangt austur fyrir gröfina (skiptir metrum) til að hægt sé að skýra það með torfristunni einni. Svarta lagið A, sem er 1.5 cm á þykkt, var slitrótt yfir eystra helm- ingi grafarinnar, alveg á sömu stöðum og Landnámslagið var mest hreyft. Þetta bendir til að hvort tveggja hafi gerst á sama tíma. Á einum stað yfir gröfinni stóð þetta gjóskulag upp á endann, tveir samsíða „bitar“ um 8-10 cm á lengd (mynd 17). Umhverfis var jarðvegsköggull sem var öðruvísi á lit og hreinni en annar jarðvegur þar. Fjarlægðin milli slitra úr gjóskulaginu sitt hvoru megin við „bitana“ var um 20 cm, eða álíka og samanlögð lengd bitanna. Þeir virtust bókstaflega hafa slitnað frá og risið upp á rönd og hölluðust nú örlítið til austurs. Þetta getur ekki verið annað en mannaverk og sýnist langlíklegast að það stafi af röskun sem varð þegar gröfin var tekin. Til að geta haldið þessu formi þrátt fyrir raskið hlýtur gjóskulagi A að hafa verið haldið saman af rótunum í sjálfum grassverðinum, þannig að það molnaði ekki þótt torfusnepillinn væri þunnur. Svarta lagið B er 3—5 cm þykkt og var samfellt „yfir“ gröfinni nema á tveim stöðum (mynd 17). Á þessum stöðum eru hin gjóskulögin tvö líka slitin. Niðurstaðan af vangaveltum um raskið á þessum þremur gjósku- lögum er sú, að það hafi orðið á sama tíma og af sömu orsökum. Ástæðan fyrir því, hve mismiklar skemmdirnar á þeim eru, hlýtur að vera sú að misdjúpt var á þeim. Landnámslagið getur ekki hafa verið komið djúpt niður í grassvörðinn þar sem það var verst farið, líklegra er að það hafi legið á yfirborði; gjóskulagið A hlýtur að hafa verið komið niður í grassvörðinn, annars hefðu bitarnir tveir sem standa upp á endann ekki varðveist í þessu formi; og gjóskulagið B, sem var minnst raskað, var komið svo djúpt að það skaddaðist lítið þegar gröfin var tekin, tróðst aðeins sundur á nokkrum stöðum. Engin merki sáust um uppmoksturinn úr gröfinni í bakkanum ef frá er talið raskið á Landnámslaginu og gjóskulaginu A. Hann virðist því hafa verið settur „ármegin“ við gröfina. Samkvæmt ofangreindri röksemdafærslu er gröfin yngri en Land- námslagið en eldri en gjóskulagið E-l. Vegna þess hve það fyrrnefnda var illa farið, t.d. yfir eystri helmingi grafarinnar, hlýtur það að hafa verið nálægt yfirborði eða á yfirborði þegar hún var tekin. Gröfin er því talin nær Landnámslaginu að aldri og er ef til vill aðeins örfáum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.