Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Page 39
KUMLATEIGUR í HRÍFUNESI f SKAFTÁRTUNGU IV
43
og áður sagði að mestu innar í bakkanum, og steinarnir eru úr lagi sem
lagt var ofan á gröfina þegar búið var að fylla hana (sbr. bls. 29). Það
er því ótvírætt að gengið var frá kumlinu eftir að gjóskulagið E-1 féll.
Hinsvegar sýnist ekki unnt að túlka raskið á Landnámslaginu svo og
afstöðu E-1 til suðausturenda grafarinnar á annan veg en þann, að byrjað
hafi verið á að taka gröfina áður en gjóskulagið E-1 féll.
Suðausturendi grafarinnar var grynnri en aðrir lilutar hennar sbr. bls. 23.
Jafnframt var hann eini staðurinn þar sem E-1 fannst óhreyft í sjálfri
gröfinni (Gísli Gestsson pers. uppl.). Það gæti þýtt annað tveggja: að
gjóskan var hreinsuð upp úr dýpri hluta grafarinnar áður en konan var
lögð í hana eða að gröfin var dýpkuð að hluta eftir að E-1 féll. Hvort
hcldur var, virðist gröfin ekki hafa verið fullgerð þegar gjóskufallið
byrjaði.
í gröfinni miðri var lag úr þunnum hraunhellum (sbr. bls. 29), yfir-
borð þeirra var fersklegt og hrufótt með skörpum brúnum (hvorki
vatnsnúið né sandblásið), sem bendir til að þær hafi verið sóttar í nýlegt
hraun. Eina hraunið, sem er örskotsspöl frá kumlateignum, er hraunið
við Hrífuneshólma. Það liggur beint ofan á gjóskulaginu E-1 og er því
sannanlega runnið eftir að gjóskan féll en tímamunur þarf ekki að vera
meiri en nokkrir dagar. Allar líkur sýnast á því að hraunhellurnar hafi
verið sóttar þangað. Rétt er að taka fram að núverandi farvegur Hólms-
ár er að einhverju leyti grafinn eftir að þetta hraun rann. Hér ber enn
að sama brunni: að gengið hafi verið frá gröfinni eftir að gjóskulagið
E-1 féll og hraunið við Hrífuneshólma rann.
Samkvæmt ofangreindri túlkun á afstöðu gjóskulagsins E-1 til konu-
kumlsins er hvort tveggja frá sama tíma. Engin leið er að segja til um
hve langur tími leið frá því að byrjað var að taka gröfina þar til hraun-
hellurnar voru sóttar og gengið var frá kumlinu, þó gæti sá tími skipt
vikum. Benda má á að ekki liðu nema tvær vikur frá því að Skaftáreldar
hófust með gjóskufalli þ. 8. júní 1783 þar til hraun tók af kirkjuna í
Hólmaseli í Meðallandi þ. 22. júní og hafði það þá runnið 50-60 km
vegalengd. Niðurstaðan hlýtur að verða sú að konukumlið sé frá sama
ári og gjóskulagið E-l. Hér er gert ráð fyrir að það sé frá 934 A.D. ±
2 ár.
Kutnl rannsökuð fyrir 1981
Tvö önnur kuml hafa fundist í teignum við Hrífunes, sbr. bls. 6 og
7. Hægt er að ákvarða aldur annars þcirra, hestkumls sem rannsakað
var 1958, eftir lýsingum og teikningum frá uppgreftrinum. Það er
nokkru eldra en E-1 og er því af svipuðum aldri og hestskumlið sem