Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Side 46

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Side 46
50 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS skurðgröfu, og nokkrir þverskurðir skoðaðir. Þessi athugun sýndi svo ekki var um að villast, að á þessum slóðum hafði torfskurður verið stundaður í ríkum mæli, því gjóskulög vantaði í þversniðin. Á einum stað virtust þó jarðlög óhreyfð (2. mynd, Torfmýri A), var þess vegna tekin þar jarðvegssúla úr sniðinu. Þetta þversnið var frjógreint í byrjun árs 1982, áður en byrjað var á efnagreiningu gjóskulaganna, og því ekki ljóst hvort í því kynnu að leynast eyður. En nú benda athuganir á sand/ gjóskulögunum til þess að eyða geti verið í sniðinu, þar sem ekki hefur fengist staðfest með efnagreiningum að lögin Vlla og K finnist þar (Guðrún Larsen, pers. uppl.). Varðveisla frjóanna í Torfmýri reyndist einnig fremur slæm (15—32% ógreinanleg). Af þessum ástæðum nýtist Torfmýrarsniðið ekki við túlkun línuritsins úr Herjólfsdal, eins og vonast var til. Það má því segja að staðið sé í svipuðum sporum og vorið 1979, hvað snertir möguleika á túlkun þeirra gagna, sem frjógreiningin lætur í té. Ástæðan fyrir birtingu þessara gagna nú er einkum grein Margrétar Hermannsdóttur í Eyjaskinnu 1 (1982). í henni er vitnað til skýrslu um Herjólfsdalslínuritið frá 1979. Þykir rétt að fleiri fái tækifæri til að kynna sér þessi gögn og leggja sjálfstætt mat á gildi þeirra. Markmið frjógreiningarinnar á Heimaey var að athuga, hvort ummerki mannvistar í Herjólfsdal kæmu fram og hver afstaða þeirra væri til gjóskulaga. Á þann hátt, þ.e.a.s. með afstæðri tímasetningu, var hugsanlegt að afla raka til svars við því, hvenær Herjólfsdalur byggðist. Rannsóknaraðferðir Sýni voru tekin í blikkstokka (5x5x20 eða 30 sm) og geymd í kæli uns undirbúningur fyrir frjógreiningu hófst. Stuðst var við flokkunar- kerfi J. Troels-Smith (1955) á lausum jarðlögum við lýsingu jarðvegs. Gjóskutímatal það sem Guðrún Larsen hefur gert fyrir Herjólfsdalsrann- sóknirnar er notað við tímasetningu (Guðrún Larsen 1981 og pers. uppl.). Hlutfall ólífræns (sandur, silt) og lífræns (humus, rætur) efnis var ákvarðað með glæðingu í 500°C heitum ofni í 4 klst. Þrjár mismun- andi aðferðir voru notaðar við undirbúning sýna undir frjógreiningu. Sýnin úr Herjólfsdal voru meðhöndluð á hefðbundinn hátt (Fægri og Iversen 1966). Þau þurftu langan tíma í flússýru enda mjög sendin. Til að ganga úr skugga um, hvort flússýran gæti átt þátt í háu hlutfalli ógreinanlegra frjóa, voru sýni tekin á ný úr sniðinu og nú notaður þungur vökvi - (ZnCl; eþ.2) - til að aðgreina ólífrænt efni frá lífrænu. Munurinn reyndist ekki marktækur. Þess vegna er talið að umhverfið sem frjóin höfnuðu í á sínum tíma, þ.e. þurrlendisjarðvegurinn sé
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.