Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Page 46
50
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
skurðgröfu, og nokkrir þverskurðir skoðaðir. Þessi athugun sýndi svo
ekki var um að villast, að á þessum slóðum hafði torfskurður verið
stundaður í ríkum mæli, því gjóskulög vantaði í þversniðin. Á einum
stað virtust þó jarðlög óhreyfð (2. mynd, Torfmýri A), var þess vegna
tekin þar jarðvegssúla úr sniðinu. Þetta þversnið var frjógreint í byrjun
árs 1982, áður en byrjað var á efnagreiningu gjóskulaganna, og því ekki
ljóst hvort í því kynnu að leynast eyður. En nú benda athuganir á sand/
gjóskulögunum til þess að eyða geti verið í sniðinu, þar sem ekki hefur
fengist staðfest með efnagreiningum að lögin Vlla og K finnist þar
(Guðrún Larsen, pers. uppl.).
Varðveisla frjóanna í Torfmýri reyndist einnig fremur slæm (15—32%
ógreinanleg). Af þessum ástæðum nýtist Torfmýrarsniðið ekki við
túlkun línuritsins úr Herjólfsdal, eins og vonast var til. Það má því
segja að staðið sé í svipuðum sporum og vorið 1979, hvað snertir
möguleika á túlkun þeirra gagna, sem frjógreiningin lætur í té.
Ástæðan fyrir birtingu þessara gagna nú er einkum grein Margrétar
Hermannsdóttur í Eyjaskinnu 1 (1982). í henni er vitnað til skýrslu um
Herjólfsdalslínuritið frá 1979. Þykir rétt að fleiri fái tækifæri til að
kynna sér þessi gögn og leggja sjálfstætt mat á gildi þeirra.
Markmið frjógreiningarinnar á Heimaey var að athuga, hvort
ummerki mannvistar í Herjólfsdal kæmu fram og hver afstaða þeirra
væri til gjóskulaga. Á þann hátt, þ.e.a.s. með afstæðri tímasetningu, var
hugsanlegt að afla raka til svars við því, hvenær Herjólfsdalur byggðist.
Rannsóknaraðferðir
Sýni voru tekin í blikkstokka (5x5x20 eða 30 sm) og geymd í kæli
uns undirbúningur fyrir frjógreiningu hófst. Stuðst var við flokkunar-
kerfi J. Troels-Smith (1955) á lausum jarðlögum við lýsingu jarðvegs.
Gjóskutímatal það sem Guðrún Larsen hefur gert fyrir Herjólfsdalsrann-
sóknirnar er notað við tímasetningu (Guðrún Larsen 1981 og pers.
uppl.). Hlutfall ólífræns (sandur, silt) og lífræns (humus, rætur) efnis
var ákvarðað með glæðingu í 500°C heitum ofni í 4 klst. Þrjár mismun-
andi aðferðir voru notaðar við undirbúning sýna undir frjógreiningu.
Sýnin úr Herjólfsdal voru meðhöndluð á hefðbundinn hátt (Fægri og
Iversen 1966). Þau þurftu langan tíma í flússýru enda mjög sendin. Til
að ganga úr skugga um, hvort flússýran gæti átt þátt í háu hlutfalli
ógreinanlegra frjóa, voru sýni tekin á ný úr sniðinu og nú notaður
þungur vökvi - (ZnCl; eþ.2) - til að aðgreina ólífrænt efni frá lífrænu.
Munurinn reyndist ekki marktækur. Þess vegna er talið að umhverfið
sem frjóin höfnuðu í á sínum tíma, þ.e. þurrlendisjarðvegurinn sé