Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Side 99

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Side 99
EYVINDARKOFI OG INNRA-HREYSI 103 og kemur þessi mynd allvel heim við uppdrátt Daniels Bruuns frá 1897 og má auk þess heimfæra lýsingar þeirra Hjálmars frá því um 1840 til þessarar myndar. Helstu frávik eru þau að ekki vottar fyrir 3 af þeim 4 útidyrum, sem þeir tala um. Ekki vottar heldur fyrir þeim hólfum í veggjum, sem Stefán segir frá. Þröngur hefur þessi húsakostur verið og saggafullur. Þó hefur Eyvindur reynt að gera sér og konu sinni vistina svo hæga sem hann gat, hafði rennandi vatn inni og skápa í veggjum í því skyni að létta sér störf og auka þægindi, ef rétt er að nefna þægindi í sambandi við kofa Eyvindar. Nú liggja bílvegir að Eyvindarveri og er umferð manna orðin mikil. Fjöldi fólks gengur um tóttirnar svo að þær liggja undir skemmdum sé ekkert að gert og flest eða öll bein, sem áður sáust í djúpu lindinni, eru horfin. Eftir að Einar Brynjólfsson fann Eyvind og Höllu í Innra-Hreysi fer engum sögum af Hreysinu og ekki hafa aðrar fréttir borist af Innra- Hreysi en að það sé nú með öllu horfið.18 Árið 1953, í sömu ferð og þegar Eyvindarkofi var rannsakaður og raunar sama dag, fannst Innra- Hreysi þar sem til þess hafði verið vísað, enda er það merkt á uppdrátt herforingjaráðsins danska á nokkurnveginn réttan stað. Þennan dag fór fram lítils háttar rannsókn á kofaleifunum þar.19 Nú liðu 30 ár, en þá kom höfundur þessarar greinar tvisvar í Innra-Hreysi, 3. og 18. ágúst 1983 og rannsakaði rústirnar nokkuð. í fyrra sinnið með aðstoð Elínar Erlingsdóttur landfræðinema, og var þá einkum athugað hvort leifar fyndust af fleiri kofum en áður þekktust á staðnum og var nokkuð grafið á grunsamlegum stað, en þar fannst ekkert. f síðara sinnið aðstoðaði Páll Jónsson fyrrverandi bókavörður. Þá var enn sem fyrr svipast um eftir áður óþekktum rústum, en ekkert fannst. Þá var rústin í Innra-Hreysi grafin upp, mæld og teiknuð. í sömu ferð var athuguð gömul rétt, sem er innan við Hreysiskvísl andspænis Innra-Hreysi, en á aldri hennar lék vafi og einnig hvort þetta var fjárrétt eða gæsarétt.20 Innra-Hreysi er efst í litlu veri 2—3 km fyrir ofan vaðið á Hreysiskvísl, þar sem Sprengisandsleiðin gamla liggur yfir ána. Rústin stendur á syðri bakka kvíslarinnar og eru um 3 m að kvíslinni og hallar bratt frá rúst- inni niður að ánni. Þar eru leifar af einu húsi, sem hefur snúið samhliða kvíslinni. Einn veggurinn, sá sem er fjærst ánni, hliðveggur tóttarinnar, nær allt að 0,65 m hæð og er 1,70 m langur. Hann er hlaðinn úr grjóti með torf á milli laga. Raunar er hann allur úr lagi færður og að hruni kominn. Jafnvel undirstöður veggjarins eru gengnar inn á gólfið. Aust- urgafl er nú um 0,70 m langur og vart meira en tvær steinaraðir á hæð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.