Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Side 119

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Side 119
FORN GRAFREITUR Á HOFI í HJALTADAL 123 hljóta að hafa ráðið þrengsli í afmörkuðum reit eða sérstaklega eftir- sóknarverður staður t.d. í nágrenni vígðs húss eða altaris. Þetta virðist allt benda á vígðan reit, þ.e. kirkjugarð. Rannsóknin 1981. Eftir að bæjarhóllinn var sléttaður haustið 1955, hafa talsverðar breyt- ingar verið gerðar þar í kring. T.d. var steinhúsið stækkað til suðurs með viðbyggingu um 1960. Grunnurinn fyrir viðbyggingunni var allur grafinn með handverkfærum og að sögn Sigurðar Pálssonar, sem tók þátt í því verki, varð hvorki vart við bein né hleðslur í grunninum. Gamalt fjós sem stóð skammt suðaustan við bæinn var jafnað við jörðu um 1979 og sléttað hefur verið austan við bæinn, þar sem leifar af miklum grjóthleðslum stóðu upp úr jörðu og voru fyrir vinnuvélum býlisins. í júlí 1981 var svo grafinn hitaveituskurður með vélskóflu, heint að bænum og þvert yfir bæjarhólinn. Urðu menn þá að nýju varir við að mannabein komu upp úr moldum skurðarins. Þjóðminjasafninu var gert viðvart og fór greinarhöfundur strax á staðinn til að rannsaka fundinn, enda þótti fullvíst að þessi nýfundnu bein væru úr sama graf- reit og þau sem fundist höfðu 26 árum áður. Þegar rannsókn liófst þann 20. júlí var búið að grafa hitaveituskurð- inn á enda, alla leið upp að Hofi II sem er rúmum 100 m ofar og suð- austar í hlíðinni. Skaðinn var því þegar skeður og beindist rannsóknin aðallega að því að gera sér grcin fyrir umfangi skemmdanna og legu grafanna. Teiknuð var upp afstöðumynd af legu beinanna miðað við íbúðarhúsið, hitaveituskurðinn og hestasteininn á hlaðinu (mynd 5). Rannsóknin á staðnum henti eindregið til þess, að vélskóflan hafi skaddað og eyðilagt a.m.k. fjórar grafir og ber því einnig saman við niðurstöður Jóns Steffensens, sem fékk beinin til rannsóknar og greindi þau sundur. Gröfunum voru gefin númerin 6—9 í uppgraftarskýrslu, í framhaldi af upptalningu Gísla Gestssonar, en verða hér eftir auðkennd K—82 — K—85 samkvæmt beinaskrá Jóns Steffensens. Grafirnar höfðu allar lent í skurðinum 3-4 m sunnan við íbúðarhúsið á Hofi. K-82 var vestast þeirra og hefur lent í skurðinum miðjum, þannig að hennar sáust nánast engin merki. Sennilega snerti gröfin þó aðeins norðurbakkann við heimtaugina. Beinin fundust öll á skurðbakkanum, vestan heimtaugarinnar, í uppmokstri vélskóflunnar. Einnig munu ein- hver beinanna sem tínd voru saman í upphafi tilheyra þessari gröf. Ómögulegt er að staðsetja hana með öruggri vissu, en hafi stefna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.