Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Page 119
FORN GRAFREITUR Á HOFI í HJALTADAL
123
hljóta að hafa ráðið þrengsli í afmörkuðum reit eða sérstaklega eftir-
sóknarverður staður t.d. í nágrenni vígðs húss eða altaris. Þetta virðist
allt benda á vígðan reit, þ.e. kirkjugarð.
Rannsóknin 1981.
Eftir að bæjarhóllinn var sléttaður haustið 1955, hafa talsverðar breyt-
ingar verið gerðar þar í kring. T.d. var steinhúsið stækkað til suðurs
með viðbyggingu um 1960. Grunnurinn fyrir viðbyggingunni var allur
grafinn með handverkfærum og að sögn Sigurðar Pálssonar, sem tók
þátt í því verki, varð hvorki vart við bein né hleðslur í grunninum.
Gamalt fjós sem stóð skammt suðaustan við bæinn var jafnað við
jörðu um 1979 og sléttað hefur verið austan við bæinn, þar sem leifar
af miklum grjóthleðslum stóðu upp úr jörðu og voru fyrir vinnuvélum
býlisins.
í júlí 1981 var svo grafinn hitaveituskurður með vélskóflu, heint að
bænum og þvert yfir bæjarhólinn. Urðu menn þá að nýju varir við að
mannabein komu upp úr moldum skurðarins. Þjóðminjasafninu var
gert viðvart og fór greinarhöfundur strax á staðinn til að rannsaka
fundinn, enda þótti fullvíst að þessi nýfundnu bein væru úr sama graf-
reit og þau sem fundist höfðu 26 árum áður.
Þegar rannsókn liófst þann 20. júlí var búið að grafa hitaveituskurð-
inn á enda, alla leið upp að Hofi II sem er rúmum 100 m ofar og suð-
austar í hlíðinni. Skaðinn var því þegar skeður og beindist rannsóknin
aðallega að því að gera sér grcin fyrir umfangi skemmdanna og legu
grafanna. Teiknuð var upp afstöðumynd af legu beinanna miðað við
íbúðarhúsið, hitaveituskurðinn og hestasteininn á hlaðinu (mynd 5).
Rannsóknin á staðnum henti eindregið til þess, að vélskóflan hafi
skaddað og eyðilagt a.m.k. fjórar grafir og ber því einnig saman við
niðurstöður Jóns Steffensens, sem fékk beinin til rannsóknar og greindi
þau sundur. Gröfunum voru gefin númerin 6—9 í uppgraftarskýrslu, í
framhaldi af upptalningu Gísla Gestssonar, en verða hér eftir auðkennd
K—82 — K—85 samkvæmt beinaskrá Jóns Steffensens.
Grafirnar höfðu allar lent í skurðinum 3-4 m sunnan við íbúðarhúsið
á Hofi.
K-82 var vestast þeirra og hefur lent í skurðinum miðjum, þannig að
hennar sáust nánast engin merki. Sennilega snerti gröfin þó aðeins
norðurbakkann við heimtaugina. Beinin fundust öll á skurðbakkanum,
vestan heimtaugarinnar, í uppmokstri vélskóflunnar. Einnig munu ein-
hver beinanna sem tínd voru saman í upphafi tilheyra þessari gröf.
Ómögulegt er að staðsetja hana með öruggri vissu, en hafi stefna