Óðinn - 01.01.1929, Qupperneq 6

Óðinn - 01.01.1929, Qupperneq 6
6 ÓÐINN skipstjórn að mestu leyti, en var mjög oft leið- sögumaður á fiskimið, því að til bans var þrá- faldlega leitað í þeim efnum, þar sem hann var allra manna kunnugastur um Faxaflóa. Hann var síðast háseti á botnvörpungnum »ólafi« og tók fyrir borð og druknaði 16. sept. 1928, nær- felt 71 árs að aldri. Herra Geir Sigurðsson skipstjóri og útgerðar- maður, sem var nákunnugur Guðmundi heitn- um, hefur ritað um hann og segir meðal annars: »Því var við brugðið, meðan Guðmundur var formaður á opn- um skipum, hvað hann var hepp- inn aflamaður, eft- irtökusamur og sjerstaklega glögg- ur á fiskimið. Þá má líka geta þess, sem fátítt mun vera, að öll þau ár, sem hann var formaður, hlektist skipi hans aldrei á, hvorki á rúm- sjó nje við land, og aldrei urðu hásetar hans fyrir neinum meiðsl- um«. En svo sem það var alment viðurkent, hví- líkur happamaður Guðinundur var á sjó, þá var það ekki síður víst, að hann var í öllum háttum sínum og dagfari hinn ágætasti maður. Fað er síst undarlegt, þó að þeir menn, sem gera sjómensku að lífsstarfi sínu, kólni upp á ytra borðinu og beri á sjer einhver merki þeirr- ar baráttu, sem þeir heyja. En þó var ekki svo um Guðmund. Þó að hann gengi á hólm við hafið og sækti sjó lengur flestum mönnum, þá sá enginn þess vott, að hið örðuga starf hans brygði neinum skugga á skap hans. Hvar sem hann fór, var hann jafnan ljúfur í orðum og hátt- um, og yfir honum hvíldi sá svipur göfug- mensku og hreinleika, sem seint mun gleymast þeim mönnum, sem einhver kynni höfðu af honum. Hann var hinn mesti iðjumaður, hagur á trje og bátasmiður og greip í það verk fram á síðustu ár, ef hann átti tómstund í landi. Guðmundur heitinn var tvíkvæntur. Fyrri kona Guðmundur Kr. Ólafsson. hans hjet Elín Snorradóttir Welding, og ljetst 1909, en hin siðari, Guðrún Egilsdóttir, lifir mann sinn og er hjer í bæ ásamt Ingibjörgu dóttur sinni. Höfðu þau Guðrún verið 15 ár í hjóna- bandi þegar Guðmundur druknaði. Hann var hinn umhyggjusamasti og ágætasti heimilisfaðir og ern og öruggur til starfa og gunnreifur fram á síðasta dag. J. M. Fyrsti þroski. Loftin hækka, löndin stækka, litla stúlkan min. Fyrir fáum árum flutu á smáum bárum pollsins grynsta, munans minsta ment og vitska þin. Þá var nesið og svo Esjan eina heimsins láð, Tjörnin helsta hafið, hrikalegt og grafið. Leist þjer heimur, land nje geimur lengra gæti ei náð. Rúður stækka, rjáfrin hækka á reynslu þinnar sal: Heimsins býsn af hæðum hillir uppi i fræðum; huga þínum hlotnast sýnir hreint til Portúgal. Engir gripa á efstu nýpu upp i tunglsins rönd. Þú ert frá því fallin, firn er reikningshallinn. Unnir hniga, er aðrar stíga upp við sefans strönd. Kynn þjer betur lífsins letur, leys sem flest þin bönd; fljúg þú vegu fræða fram til röðulhæða. — Þelið besta og þroskinn mesti þrýsta drottins hönd. Jakob Thorarensen. I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.