Óðinn - 01.01.1929, Síða 7

Óðinn - 01.01.1929, Síða 7
ÓÐINN 7 Úr Skorradal. Oddur Einarsson var biskup í Skálholti yfir 30 ár, d. 1631. Hann var vitur maður og lærð- ur vel, forsjáll og forspár og svo ættrækinn að honum var jafnvel lagt það til lýta. Hann var kvæntur Helgu Jónsdóttur sýslum. Björnssonar Jónssonar bisk. Arasonar. Um hana var sagt, að hennar líki að góðvild myndi trautt koma í Skálholt, d. 1662, 95 ára. Einn sona þeirra hjet Eiríkur. Hann þótti einfaldur, en þó forspár. Hann bjó á Fitjum í Skorradal og var kvæntur Þorbjörgu dóttur Bjarna sýslum. Oddssonar á Bustarfelli. Þeirra son: Oddur á Fitjurn, sá er reit Fitjaannál, átti Fitj- ar og bjó þar 1707, þá gamall, og hjet Gísli sonur hans, búandi á Fitjum? Hans sonur: Jón bóndi á Varmalæk, er átti Þuríði dóttur Sturlu bónda þar. Þeirra sonur: Gísli bóndi í Vatnshorni á seinni hl. 18. aldar, en bjó síðast í Grafardal. Efnabóndi og skyn- samur og þótti vita »jafnlangt nefi sínu«; hans son: Sæmundur bóndi í Vatnshorni. Launsonur hans með ólöfu dóttur Odds Halldórssonar á Drag- hálsi var: Jón bóndi í Brennu, hreppstjóri um eittskeið í báðum hreppum, Lundar- og Skorradalshr., talinn vel viti borinn og orðfær með afbrigðum. Hann var kvæntur Guðnýju t’óroddsdóttur og Fóru Snæbjörnsdóttur á Fitjum, þeirra son: Gísli bóndi í Sarpi, áttu Guðrúnu Pálsdóttur. Þeirra börn voru: Þórður, Stefán, Snæbjörn, Jón, Guðný, Vil- borg og: Gísli f. 23. okt. 1827. Hann óx upp hjá for- eldrum sinum, en fluttist 1866 að Stóra-Botni sem ráðsmaður til Jórunnar Magnúsdóttur, er var ekkja eftir Bjarna Helgason; voru synir þeirra merkisbændurnir Sveinbjörn i Efstabæ og Bjarni á Geitabergi, og dóltir Elísa bústýra á Stóru-Fellsöxl. Þau Gisli giftust 1867. Gísli og Jórunn eignuðust 7 börn, er upp komust. Var því heimilið æði þungt, og það á erviðri harðbalajörð. Auk þess voru þau einkar gest- risin og greiðvikin, voru þau samhent í þvf sem öðru. Var þvi sist að furða þó fjárhagur þeirra væri fremur erviður. Samt komu þau af eigin ramleik öllum sínum hóp vel til manns. Gísli var fríður maður sýnum, ljós í andliti og skifti vel litum, jarpur á hár og skegg, og hærður manna best, fullur meðalmaður á vöxt og vel limaður. Hann var vel viti borinn, orð- fær vel, fróður og minnugur. Vel sagði hann frá atvikum,er fyrir hann höfðu borið á æfinni. Hefði sá maður mátt vera úr »skrítnum steini«, er ekki væri skemt þegar Gísla tókst upp. Því miður mun hann ekki hafa skrifað upp minningar sínar. Fróðleikur hefði það verið í menningarsögulegu og mannfræðilegu tilliti, ef gömlu mennirnir hefðu getað komið því við að rita fleiri en það gerðu minningar sínar. Gísli var sýslunefndarmaður sveitar sinnar um nokkurt skeið; hafði hann án efa tekið meiri þátt í málefnum hjeraðsins, ef hann hefði ekki verið jafnafskektur lengst af æfinni og hefði átt betur heimangengt. Gísli og systkini hans hjeldu óvanalega vel saman. Þrjú þeirra áttu heimili hjá honum á meðan þau lifðu, næstum alla búskapartið hans. — Það, sem sjerstaklega hefur vakið athygli mína, er frábær ættrækni þeirra, er jeg þekki af ætt- fólki þessu; þar næst vinfesta, góðvild, greið- vikni, ráðvendni til orðs og æðis. Minnir þetta á ættrækni Odds biskups og góðgirni frú Helgu konu hans. Er eigi þess að dyljast, að ættgengið er allra merkasti þáttur mannfræðinnar, er vert væri að gefa meiri gaum en oft vill verða. Gísli bjó 34 ár í Stóra-Botni, en flutti svo að Stóru-Fellsöxl árið 1900. Par misti hann konu sína 1912. Var það í samræmi við skapgerð hans, trygglyndið, að hann gat ekki lifað konu sina og andaðist á sóttarsæng eftir 2 daga. — »Þau leiddust gegn um líf og hel« var kveðið um merkustu hjón landsins á 19. öld. Hjer átti það einnig við. Börn þeirra hjóna eru: Pórður stýrimaður í Reykjavík, Magnús óðalsbóndi á Brekku á Hval- fjarðarströnd, Gísli bóndi i Lambhaga, Jón sýslu- nefndarmaður á Stóru-Fellsöxl, Ingibjörg hús- frú í Galtarholti, Þorkatla ljósmóðir á Litlu- Fellsöxl og Guðrún ljósmóðir á Skipaskaga. Að þvi er mjer er kunnugt og jeg hef spurn af, eru systkini þessi sömu kostum búin, sem áður er á vikið hjá ættfólkinu, og yfirlætislaus og ábyggileg.

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.