Óðinn - 01.01.1929, Qupperneq 10

Óðinn - 01.01.1929, Qupperneq 10
10 ÓÐINN Sjera Guðmundur Helgason frá Reykholli, áður formaður Búnaðarfjelags Islands. Helgasonar prests á Húsavík Benediktssonar. Hún var þá ekkja eftir Halldór Magnússon á Helluvaði í Mývalnssveit; höfðu þau átt 2 börn, er dóu ung. Hún tók þegar við öllum búsfor- ráðum innan húss, en Hólmfriður, tengdamóðir hennar, ljet af, og dó ekki löngu síðar, 5. okt. 1853, á 68. ári (f. 1. mars 1786). Helga var hin mesta snyrtikona. Fórust henni bústörfm vel, og var hún höfðingi í öllum útlátum. Bú þeirra Halls tók brátt miklum þroska og varð mesta rausnarheimili. Hann bygði upp bæinn og öll útihús. Var mesti myndarbragur á öllum bygg- ingum hans og búskap þeirra öllum. Varð heim- ili þeirra eitt af hinum helstu bændaheimilum í Tunguhreppi, og sumum þótti það jafnvel standa fremst þeirra, að öllu samtöldu. Gestrisni var þar mikil, enda var staðurinn á krossgöt- um. Leið manna lá þar um út og fram Tung- una austanverða og svo vestan yfir miðja Tungu og vfir Lagarfljót, því að Hallur halði ferju á Lagarfljóti, þótt ekki væri lögferja. Fengu allir far yfir fljótið sem þess beiddust, þegar einhver ferjufær maður var heima, og oft ferjaði Hallur sjáifur. Vat oft mikið ómak og erfiði af ferju- störfum þeim, meðfram vegna þess að langt var frá bæ til ferjustaðarins, nærri hálftímagangur, og erfitt að ferja, þegar fljótið var mikið. En ferjutollur var oft lítt krafinn og víst aldrei af fátækum mönnum. En þrátt fyrir ferjukostnað hans og þrátt fyr- ir gestrisni hans og ýmsa aðra hjálpsemi stóð bú hans í blóma, mannmargt og fjármargt með tvennum beitarhúsum, enda var hann ágætur búmaður. Pau Helga áttu ekki barn fyr en 1856. Þá fæddist þeim sonur 31. júli, er skírður var Hall- dór-Sigurður. Hann var mjög efnilegt barn, en dó úr barnaveiki á 5. ári, 30. marts 1861. Varð þeim það hinn mesti harmur. Sögðu menn, að Helga hefði aldrei orðið söm eftir þann missi. En Hallur sagði það á gamals aldri, að þá hefði hann fyrst gripið til þess, að hressa sig á víni, þegar saknaðarköst gripu hann, og það hefði orðið fyrsta orsökin til þess, að hann varð nokk- uð vínhneigður síðari hluta ævinnar. Ekki áttu þau fleiri börn. Bú hans stóð með sömu rausn eftir sem áður. Naut Helga sín þó ekki til bú- skaparins eftir sonarmissinn sem áður, en 8 ár lifði hún eftir það. Hún dó 14. ágúst 1869, 46 ára gömul. Hallur hjell búi sínu áfram í sama horfi eftir dauða Helgu; en óhægt þótti honum að búa með ráðskonum. Vorið 1871 rjeðst til hans sem ráðskona Gróa dóttir Björns Björnssonar, er búið hafði á Bóndastöðum. Hafði hún þá verið vinnukona á Hallfreðarstöðum hjá Páli Ólafs- syni og Þórunni Pálsdóttur sýslumanns Guð- mundssonar, og getið sjer þar besta orð. Fann Hallur brátt, að hún var gædd meiri kostum en alment var, og hún kunni einnig að meta kosti hans. Fór vel á með þeim og giftust þau um haustið, 23. nóvember 1871; var hann þá 51 árs, en hún 27 ára. Björn faðir Gróu var sonur Björns Skúlason- ar, er bjó hjer og þar í fjörðunum austan Fljóts- dalshjeraðs. Var hann að ýmsu allmikill hæfi- leikamaður, smiður góður og vel skurðhagur. Hann var söngmaður og smíðaði sjer langspil, til að spila á, því að lítið var þá um hljóðfæri. Hann dó nærri níræður á Kóreksstöðum 24.des. 1872. Skúli faðir hans bjó síðast á Brimnesi í Seyðisfirði; hann var sonur Sigfúsar bónda á Kleppjárnsstöðum, Jónssonar stúdents á Skjöld- ólfsstöðum, Gunnlaugssonar prests í Möðrudal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.