Óðinn - 01.01.1929, Qupperneq 11

Óðinn - 01.01.1929, Qupperneq 11
ÓÐINN 11 Sölvasonar. Sigfús var tvíkvæntur og átti fjölda barna. Voru þau flest efnismenn og varð hann kynsæll mjög. Hann var gleðimaður og söng- maður mikill. Var það siður hans að kalla börn sín saman í rökkrum á vetrarkvöldum ogsyngja með þeim; höfðu mörg þeirra góðan róm. — Skúli Sigfússon bjó á Torfastöðum í Hlið, áður en hann fór að Brimnesi, og átti Svanhildi dólt- ur Sveins Jónssonar bónda á Torfastöðum og Sólrúnar Guttormsdóttur írá Hjarðarhaga Sölva- sonar í Hjarðarhaga, Gunnlaugssonar prests í Möðrudal Sölvasonar. Kona Sölva í Hjarðar- haga var Helga dóttir Sigfúsar prests Tómas- sonar í Hofteigi (Barna-Fúsa) og Kristínar Ei- ríksdóttur frá Bót Magnússonar. Skúli og Svan- hildur áttu alls 1G hörn; komust 11 þeirra upp og giftust 10. Er þaðan Skúlaætt og hefur orðið fjölmenn mjög í Austfjörðum. Prestur segir í húsvitjunarbók um Skúla, þegar hann var á Torfastöðum: »guðhræddur, vel fróður og marg- kunnandi«, en um Svanhildi: »sæmilega vel að sjer«, og börnin: »öll börnin efnileg«. Skúli dó á Grund í Mjóafirði hjá Birni syni sínum 11. sept. 1816 nærri áttræður. Björn faðir Gróu var myndarmaður. Hann var hagur vel og söngmaður, og smíðaði lang- spil eins og faðir hans. Hann var tvíkvæntur; átti fyr Gróu dóttur Einars bónda í Hrafnsgerði Jónssonar og átti með henni 2 sonu: Björn, föður Sigbjörns á Litlabakka, og Jón, föður Björns á Nesi í Borgarfirði. Þau bjuggu á Set- bergi og í Brúnavík í Borgarfirði. Síðar átti hann, 18. oldbr. 1843, Önnu, dóttur sjera Jóns á Hjaltastað Guðmundssonar og Margrjetar dólt- ur Stefáns prests Einarssonar á Sauðanesi og Önnu Halldórsdóttur klausturhaldara á Reyni- stað, Bjarnasonar sýslumanns á Þingeyrum Hall- dórssonar. Fyrsta barn Björns og Önnu var Gróa, fædd í Brúnavík 22. marz 1844. Önnur börn þeirra voru Margrjet, Sigurbjörg, Guðbjörg, Anna og Björn. Björn tlutti á Bóndastaði i Hjaltastaðaþinghá vorið 1850 og bjó þar síðan. I5ar varð hann fyrir þeirri reynslu, að missa Önnu konu sína 22. maí 1854, að eins 34 ára (f. s/8 1819). Þá var Gróa dóttir þeirra á 11. ári. Hún var að vísu hin efnilegasta mær, en ekki gat hún þó tekið við búsforráðum þá þegar. En ekki liðu mörg ár þangað til hún gerði það. Bú föður hennar gekk saman á þeim árum. Bjó hann Sigurður Sigurðsson búnaðarmálastjóri. þó áfram á parti úr Bóndastöðum með henni, eftir að hún var fermd. Reyndist hún þegar furðu ráðsett, umsjónarsöm og starfsöm og í öllu hin myndarlegasta. Hún fjekk þannigsnemma æfingu í því að sjá um bú. Leið svo fram til vorsins 1862. Þá hætti Björn búskap og fór Gróa þá til Páls Ólafssonar og Þórunnar konu hans, er þá fluttu að Höfða á Völlum frá Hall- freðarstöðum, og gerðist vinnukona þeirra. Rór- unn var hin vænsta kona og besta búkona, umsjónarsöm og hreinlát. Hún var dagfarshæg og stilt og hin háttprúðasta. En þjett var hún í lund og hafði oftast sitt fram með allri hægð- inni. Henni fjell Gróa þegar mæta vel í geð og Gróa bar mestu virðingu fyrir henni. Varð þeim fljótt vel á milli. Var Gróa hjá þeim Páli á Höfða og Eyjólfsstöðum í 3 ár. En þá vildi faðir hennar fara að búa aftur. Tók hann þá Gróu til sín og bjuggu þau þá enn 2 ár á Bóndastöðum, en hættu síðan. Fór Björn þá til Jóns sonar síns, er þá bjó á Bóndastöðum, og þar dó hann vorið 1871, 63 ára. En Gróa fór til Páls og Þórunnar, er þá voru komin aftur að Hallfreðarstöðum. Vildi Þórunn fyrir hvern
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.