Óðinn - 01.01.1929, Síða 14

Óðinn - 01.01.1929, Síða 14
14 ÓÐINN Theodór Friðriksson, skáldsagnahöfundurion Valur. samur á heimili sinu, umsjónarsamur og eitir- litssamur. Bak við alla framkomu hans stóð hinn kristi- legi hugsunarháttur, er honum hafði verið inn- rættur frá barnæsku. Átti móðir hans eflaust mestan þátt í þvi, enda reyndist hann henni besli og ræktarsamasti sonur í öllum hinum langa veikleika hennar. Hann var alla æfi »val- mennicf, eins og prestur hans voltaði um hann þegar á þrítugsaldri, hjartagóður, raungóður og hjálpsamur. Eitt sinn kom hann til móður minnar og dvaldi alllengi og töluðu þau þá margt saman; var hann lítið eitt ör af víni. Þar kom tali þeirra meðal annars, að hún mintist eitthvað á örlæti hans og hjálpsemi. Pá sagði hann: »Jeg hef ekki verið örlátur að eðlisfari, en það hefur setst að í mjer þetta boðorð Krists: »AIt, sem þjer viljið að mennirnir gjöri yður, það skuluð þjer og þeim gjöracc, og jeg hef álitið mjer skylt að fara eftir því«. í’ar liggur einmitt rótin að hinni höfðinglegu og veglyndu framkomu hans við þá, er í einhverri þröng lentu. Og þar er fegursti þátturinn í lífi hans. Hann ljet aldrei nokkurn mann synjandi frá sjer fara, er leitaði hans í þörf, ef hann gat liðsint honum, og gaf þá iðulegá ótæpt. Eitt sinn kom til hans fá- tækur barnamaður á útmánuðum, eftir að hanu kom að Rangá, og bað hann um malbjörg. Höfðu gengið hríðar lengi og var mikill snjór á jörðu og ófærð; hafði lengi þótt ófært að fara í kaupstað á Seyðisfjörð, en mörgum orðin þörf á því. Hallur vissi, að maðurinn mundi segja satt um ástæður sínar. Sagði hann nú Gróu konu sinni frá erindi hans og að sig langaði til að gera honum einhverja úrlausn, en vissi, að farið var að minka um birgðirnar hjá þeim, og hann búinn að láta mikið burtu til eins og annars. Spurði hann, hvort ekki mundi vera hægt, að láta hann fá dálítinn mjölhnefa. Gróa var ekki vön að draga úr útlátum hans, enda ljet hann aldrei neitt vanta. En nú sagði hún, að ekki væri eftir nema ein tunna af mjöli, og hann vissi, hve mannmargt væri, en útlit ekki gott um aðdrætti, svo að það mundi eigi geta orðið mikið, sem úti væri látið, en hann rjeði auðvitað, hvað hann gerði. Hallur kvað þetta satt vera. En þessum manni væri ómögulegt að ná neinu að sjer úr kaupstað nú, og ekki lík- legt, að hann gæti annars staðar fengið hjálp þar nærlendis. En sjer mundi miklu fremur fært, að ná einhverju að sjer, þó að ilt væri umferðar. Skildu þau svo talið. En Hallur ljet manninn hafa aðra hálftunnuna af mjölinu. — Litlu síðar stiltist veðurátt og kvaddi Hallur þá nágranna sina til lcaupstaðarferðar á ákveðnum degi snemma morguns, ef veður yrði gott, og nefndi til staðinn, þar sem þeir skildu hittast. Sagði hann, hversu marga hesta hann ljeti fara, og nefndi einnig, hve marga hesta hann óskaði að hver ljeti til. Allir brugðust vel við kvöðinni, enda höfðu þeir þörf á að fara. Yoru allir komnir saman á ákveðinni stundu og voru hestarnir undir 30, er saman komu. Var svo haldið af stað til Fjarðarheiðar, þó að illfært væri. Gekk ferðin að vísu seint, en veður var kyrt, svo að slóðina byrgði ekki og gátu menn haft fullan burð á hestunum heim, og mátti heita að ferðin gengi í heild sinni fijótt og vel. Aldrei varð Hallur heylaus, enda var hann sannfærður um það, að nægar heybirgðir væru tryggasta undirstaða landbúnaðarins. Eitt vor, þegar hann var á Steinsvaði, sá hann þó fram á heyþrot í langvarandi harðindum, og fór þá upp á Völlu, þar sem velur hafði verið miklu

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.