Óðinn - 01.01.1929, Side 17

Óðinn - 01.01.1929, Side 17
Ó Ð I N N 17 Svo leið tíminn ár af ári. Sama rausn og myndarskapur hjeltst á Rangá og sama hjálp- semi og greiðasemi alla stund, meðan Hallur lifði. Þau Gróa áttu 3 börn. Jón hjet hið elsta; hann dó barn. Þórunn, fædd 20. nóv. 1873, og Björn, fæddur 21. nóv. 1875. Hallur andaðist 12. ágúst 1893, og var þá rúmlega 73 ára. Sam- kvæmt ósk hans var fengið leyfi til að taka upp heimagrafreit á Rangá og var hann þar jarðsettur. Gróa hjelt áfram búskap á Rangá, eftir lát manns síns, og sat fyrst í óskiftu búi. Varð þá enn berara en áður, hversu mikilhæf ágætiskona hún var, því að engrar breytingar varð vart á búskap eða heimilishögum, þó að Hallur væri fallinn frá, nema þeirrar, að hann var sjálfan eigi lengur þar að hitta. En það þótti reyndar mörgum eigi litlu skifta. Hún hjelt öllu í hinu sama horfi sem áður, bæði um risnu alla og hjálpsemi. Enda sluddu börn þeirra hana sem best og voru bæði hin efnilegustu, og unnu henni mjög. Stóð svo þangað til Þórunn dóltir hennar giftist, og gekk að eiga Einar búfræðing Ein- arsson, er þá hafði verið um hríð kennari á Eiðum. t*á var búinu skift 1898, og fengu þau Einar hálfa jörðina til ábúðar. En hann dó að ári liðnu úr berklaveiki og tók Gróa þá aftur alla jörðina. Björn sonur hennar var þá ráðs- maður hennar. Hann kvæntist að vísu árið 1900 Hólmfríði Eiríksdóttur frá Bót Einarssonar, Jóns- sonar vefara Borsteinssonar. En Gróavar þó skrif- uð fyrir búi þangað til 1910. Rá tók Björn sonur hennar við húi og hefur búið þar síðan sæmdar- búi og verið hreppstjóri, sýslunefndarmaður og um tíma alþingismaður og haft fleiri trúnaðar- störfum að gegna. Hólmfríður kona hans dó 11. apríl 1924; áltu þau 6börn. Aftur kvæntist hann 25. des. 1926 Sofíu Hallgrímsdóttur, Hallgríms- sonar á Víðivöllum, Hallgrímssonar á Ærlæk Illugasonar. Föðurmóðir Sofíu var Bergljót dóltir Stefáns prófasts Árnasonar á Valþjófsstað, en móðir Margrjet Oddsdóttir bónda á Kolla- leiru, Bjarnasonar bónda á Iíollaleiru (d. 1871, 91 ára), Konráðssonar. Þórunn Hallsdóttir var gáfuð og gjörfuleg mær og mjög lík föður sínum. Hún átti, sem fyr segir, Einar húfræðing Einarsson bónda á Haf- ursá, Einarssonar á Hrafnkelsstöðum, Einars- sonar. Móðir Einars á Hafursá var Ragnhildur dóttir Hávarðs bónda Guðmundssonar í Njarð- Louis Zöllner ræðismaður. vik og Bjargar Vigfúsdóttur, systur Jóns Vigfús- sonar á Ketilsstöðum, föður Hólmfriðar á Steins- vaði. Voru þau Þórunn og Einar þannig fjór- menningar. Þau áttu 2 börn, er dóu ung. Einar var hálfbróðir (samfeðra) Ingibjargar konu Ei- riks í Bót, móður Hólmfríðar, fyrri konu Björns Hallssonar. Eftir dauða Einars veiktist Þórunn af berklum og hefur aldrei fengið fulla heilsu síðan. Að vísu batnaði henni nokkuð og giftist hún aftur 1912 Pjetri trjesmið Björnssyni, Pjeturs- sonar í Klúku, Runólfssonar á ósi, Bjarnasonar á Hólalandi, Ketilssonar prests á Hjaltastað og Eiðum (d. 1744), Bjarnasonar. Móðir Pjeturs var Anna systir Gróu á Rangá. Þórunn og Pjet- ur voru því systrabörn. Þau áttu eina dóttur, sem lifir og heitir Helga. Bau bjuggu á Litla- Steinsvaði; en Pjetur varð ekki gamall og dó 13. febr. 1916, 35 ára. Þórunn brá þá húi og fór aftur að Rangá með dóttur sína og var þar meðan móðir hennar lifði og nokkuð eftir það, en flutli þá á Seyðisfjörð og er þar nú með dóttur sina. Oft hefur Þórunn legið langar legur, eða orðið að halda tímum saman við rúmið, sökum sjúkdóms síns, og hefur víst aldrei lifað svo nokkurn dag í 30 ár, að henni hafi fundist

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.