Óðinn - 01.01.1929, Side 19

Óðinn - 01.01.1929, Side 19
ÓÐIN N 19 síðar flutt að Finnsstöðum í Eiðaþingá og er dáinn fyrir 1703. Þá býr þar ekkja hans, með börnum sínum, Málfriður Björnsdóttir, Hákon- arsonar sýslumanns í Nesi við Seltjörn, Björns- sonar. Gísli var lögrjettumaður. Jón Sigurðsson í Njarðvík, minnugur fróðleiksmaður, sagði um Gísla, að hann hefði verið »gildur bóndi og grófheita karl«. f*að var endurminningin, sem menn höfðu sjerstaklega um hann. Hann hetur líklega verið stórbokki nokkur. Frá Gísla er komin Finnsstaðaætt. Sonur hans var Nikulás á Finnsstöðum, Faðir Gísla á Finnsstöðum, föð- ur Þórðar á Finnsstöðum, föður Ingibjargar, móðir Árna á Finnsstöðum, föður Jóns, er nú er þar. Eyjólfur á Borg var einn sonur Þórðar, faðir Hallgríms á Ketilsstöðum. Eftir 1703 kom annar bóndi að Rangá, er Eiríkur hjet, Hallsson, og varð nafnkunnur, þó að á annan hátt væri en Gísli. Eirikur tel jeg vist að verið hafi sonur Halls bónda í Bót (d. 1668), Eiríkssonar í Bót nafnkunnugs manns, er þótti mikill fyrir sjer og ytirgangssamur (d. 1667, gamall), Magnússonar. Eiríkur á Rangá var gáfumaður og skáldmæltur vel, glaðlyndur og frjálsmannlegur, guðrækinn og dugmikill, en drykkfeldur nokkuð, og þó vinsæll og vel met- inn, en enginn auðmaður. Yoru lengi kunnar vísur eftir hann, er sýna þetta, og svo erfiljóð, er Þorvaldur prestur Stefánsson í Gilsárteigi og síðar á Hofi í Vopnafirði orti eftir hann. Meðal vísna hans, er menn kunnu lengi, eru þessar: »Margir kenna mig við Hall menn í panka glaðir, pegar peir segja: pað er karl prettán barna faðir«. »Guði sje lof, mig liður hann enn, liQ jeg á sjölugs aldri. Hjer er nú kominn að hjala við menn. Hamurinn fylgir Baldri«. Og enn: »Mjög er drukkinn mögur Halts, maðurinn álna snauður. Hvar mun vera klárinn karls, kallaður Gamli Rauður?« Erflljóðin eru svona: Alvaldur Eirík hvíldi. Af eldri mönnum og heldri, sá gildar gáfur faldi, fær gjöldin loks margfölduð. Aldaguðs hátíð heldur með höldum guðs útvöldu. Jón Jónsson læknir. Hann er fæddur 6. sept. 1868 í Hjarðarholti í Dðlum, sonur Jóns Guttormssonar prófasts par og konu hans Guðlaugar Margrjetar Jónsdóttur frá Brekku í Fljótsdal. Hann útskrifaðist úr Reykjavíkurskóla vor- ið 1888 og úr Lækna- skólanum vorið 1892. Var siðan á sjúkrahús- um i Khöfn, en var 21. ág. 1893 settur læknir í N.-Múlasýslu, og aftur 30. júní 1894. Dvaldi hann svo í Khöfn og Lundúnum á árunum 1896—97, en var vorið 1897 settur læknir í Vopnafirði og fjekk veitingu fyrir pví em- bælti 11. jan. 1898. Hann kvæntist 18. júlí 1903 Kristjönu Sigríði dóttur sjera Arnljóts Ólafssonar á Sauða- nesi. 19. júli 1906 var honum veitt Blönduósshjerað og íluttust pau skömmu síðar vestur pangað. Pvl embætti hefur hann pjónað par til hann nú fyrir nokkrum árum fluttist til Reykjavikur og tók að stunda par tannlækn- ingar. Hafði hann áður verið erlendis um hríð til pess að kynna sjer pær. Síðan hefur hann öðru hvoru ferð- ast um landið sem tannlæknir. Nú síðastl. vetur hefur hann verið skólalæknir í Hafnarfiröi, en er eftir sem áður búsettur í Reykjavík. Jón Iæknir hefur jafnan verið áhugasamur um almenn mál og látið pau allmikið til sin taka í peim hjeruðum, sem hann hefur átt dvöl í. Hann er og söngelskur maður og söngfróður. Fyrir mörgum árum gerði hann lag pað við pjóðsöng Færey- inga, sem prentað er nú hjer í blaðinu, og hafa Færey- ingar tekið pað fram yflr hið eldra lag við kvæðið. / v/- j Skáld par gott við skildi. Skuld pá allir guldu. Spáði spökum óði, spjáður síst á láði, að ei elli næði, áður en gekk til náða. Guði treysti góðum, gæða vænti’ af hæðum. Háði herkinn stríðið. Með heiðri í Kristi deyði. Tunga tregar drenginn; tanginn hjeraðs langur. Hans ungu börn í binginn bangin sjer niður stanga.

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.