Óðinn - 01.01.1929, Page 20

Óðinn - 01.01.1929, Page 20
20 ÓÐINN Arnheiðarstaðahjónin Sigríður Sigfúsdóttir og Sölvi Vigfússon. Kongur alvaldur engla angrið þeim bæti stranga. Slyngari’ við Fjölnis fenginn fangar ei maður Rangá. Pað er auðsætt að sjera Þorvaldur hefur haft mætur á Eiríki og metið hann mikils og vitað, að hann var vinsæll, þar sem hann telur sveit- ina syrgja hann (»Tunga tregar drenginncc). Hið sama kemur og fram í vísu, sem maður orti, er fór um á Rangá rjett eftir að Eirikur dó: »Rangá er nú raun að sjá; rjett í blóma stendur tún. Eirikur er fallinn frá. Flestum trúi’ eg vökni brún«. Það hefur þótt sneiðast um við fráfall hans. Hann hefur dáið um 1715—1720,62 — 67 ára, líklega nær 1715. Kona hans hjet Ingibjörg Ormsdóttir bónda á Hallgeirsstöðum (1681) Jónssonar. Dóttir þeirra var Kristín kona Snjólfs Sæmundssonar á Urriðavatni og var ein dóttir þeirra Ingibjörg kona Hildibrands Einarssonar á Urriðavatni. Sonur þeirra var Einar bóndi Hildibrandsson á Urriðavatni, faðir Hildibrands á Hofi í Fell- um, föður Arndísar seinni konu Gríms Gríms- sonar í Leiðarhöfn. Sonur þeirra var Grímur trjesmiður faðir Jóns söðlasmiðs á Seyðisíirði, Gríms í Hvammsgerði og Kristjáns, föður Guðna kaupmanns á Vopnafirði. Dóltir Einars Hildi- brandssonar á Urriðavatni var Ingibjörg kona Jóns hreppstjóra á Urriðavatni Árnasonar í Lönd- um í Stöðvarfirði, Torfasonar í Sandfelli, Páls- sonar prófasts á Kolfreyjustað, Ámundasonar. Dóttir þeirra var Anna móðir ólafs í Mjóafirði, föður Sveins alþingismanns í Firði. Þó að nokkuð hafi kveðið að Rangá, meðan þeir Gísli Nikulásson og Eiríkur Hallsson bjuggu þar, þá bar hún engar varanlegar menjar þeirra, og engin börn þeirra bjuggu þar. t*að er fyrst Hallur Einarsson og svo Björn sonur hans, sem hafa hafið hana upp í röð hinna bestu bæja í Fljótsdalshjeraði og láta þar eftir sig varanlegar framfaramenjar. Einar Jónsson. % Vorið 1887 byrjuðu þau búskap sinn á Arn- heiðarstöðum Sölvi Vigfússon og Sigríður Sig- fúsdóltir. Settu þau bú saman með allmildum efnum og góðri forsjá, og var þegar rausn í búi. Höfðu forfeður Sölva í beinan karllegg búið á Arnheiðarstöðum óslitið um allangt skeið. Fyrst Vigfús prestur Ormsson, eftir að hann ljet af prestsskap, þá Guttormur stúdent og alþingis- maður og loks Vigfús faðir Sölva — og allir með rausn og skörungsskap. Arnheiðarstaðir eru höfuðból að fornu og nýju. Á söguöldinni keypti þar land — er áður hjet Vallholt — Þorvaldur Piðrandason hins gamla, og uxu þar upp með móður sinni og dvöldust lengstum — eftir að Porvaldur druknaði í Lag- arfljóti — synir hans, garparnir Droplaugarsyn- ir. — Og það sem menn þekkja til sögu jarð- arinnar á öðrum tímum, hefur þar jafnan verið skörulegur búskapur. Jörðin liggur vestanvert við Lagarfljót ofan- vert, þar sem það er einna breiðast, gegnt Hall- ormsstaðaskógi. Hún er talin vildarjörð, en er þó að sumu leyti allerfið og fólksfrek til nytja. Aðalkostir eru: stórt tún, landrými, landkostir góðir og beitarsæld á vetrum, en engjar fremur graslitlar, dreifðar og sumpart fjarlægar. Pað orð lagðist brátt á um Arnheiðarstaða- heimili, að þar væri myndarbragur á öllum bú- skapar- og heimilis-háttum innanbæjar jafnt og utan, heimilið stórveitult, aðlaðandi og skemti- legt jafnt fyrir heimilisfólk sem aðkomendur. Reyndist það og jafnan svo aðkomendum er til var að taka, hverjum sem á reyndi. Var þar að mæta frábærri alúð og gestrisni, svo að við var brugðið greiðvikni, fyrirbeina, hugkvæmni og alúð húsbænda við alla þá, er að garði bar. Voru það margir, sem þess nutu, því jörðin liggur i þjóðbraut, og sluppu fáir um garð svo að eigi nyti þar beina. Pó vel væri búið og myndarlega á Arnheið- arstöðum áður en þau Sölvi og Sigríður reistu þar bú, þá bættu þau þar búhagi og bújörð að mörgu leyti. Jörðina bæltu þau og prýddu og endurbættu og reistu af nýju hús og mannvirki. Pau bygðu þar upp stórt og reisulegt timbur- hús, girtu túnið, er áður var ógirt, sljettu það,

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.