Óðinn - 01.01.1929, Side 22

Óðinn - 01.01.1929, Side 22
22 ÓÐINN Ragnar Ólafsson konsúll. Vigfúsar föður Sölva, var Halldóra Jónsdóttir vefara, bónda á Arnheiðarstöðum og Kóreks- stöðum, Þorsteinssonar prests að Krossi í Land- eyjum, Stefánssonar spítalahaldara í Hörgsdal, Björnssonar Arngrímssonar bónda s.st. Kona Vigfúsar prests Ormssonar, en móðir Guttorms á Arnheiðarstöðum, var Bergljót Þor- steinsdóttir, systir Jóns vefara. Móðir Sölva, en kona Vigfúsar á Arnheiðar- stöðum, var Margrjet Þorkelsdóttir prests, síðast á Stafafelli í Lóni, Árnasonar, Þórðarsonar hónda á Sörlastöðum. Kona sjera Þorkels á Stafafelli, en móðir Mar- grjetar, var Helga Hjörleifsdóttir, prest að Hjalta- stað Þorsteinssonar, bróður Jóns vefara. Var Sölvi þannig kominn af þremur börnum sjera Þor- steins á Krossi. Kona sjera Hjörleifs á Hjaltastað, en móðir Helgu, var Sigríður Hjörleifsdóttir prests Þórð- arsonar á Valþjófsstað. Sölvi óx upp í foreldrabúsum og naut þar góðs uppeldis og mentunar. Eigi sótti hann skóla utan heimilis, en faðir hans hjelt heimil- iskennara um hríð. Var heimiliskenslan ein hon- um undirstaða þeirrar mentunar, er hann afl- aði sjer í æsku og síðar. Bygði hann sjálfur þar ofan á, svo að hann var eigi siður bóklega ment- ur en þeir, er gengið hafa á gagnfræðaskóla. Eftir lát föður síns hafði Sölvi búsforráð með móður sinni þar til hann kvæntist og reisti bú sjálfur með konu sinni. Er þess fyr getið og svo hins, hvernig búskapurinn fórst úr hendi. Brátt komst Sölvi í álit fyrir mannkosti, hygg- indi og góðgirni. Voru honum þvi falin mörg trúnaðarstörf í þarfir almennings, og leysti hann þau svo af hendi, að aldrei haggaðist álit hans og traust. Hann var hreppstjóri Fljótsdalshrepps frá 1893 til 1926 að hann ljet af hreppsstjórn vegna sjónveiklunar. Amtsráðsniaður var hann um skeið, formaður yfirkjörstjórnar N.-Múla- sýslu og átti sæti í Landsdómi frá upphafi. í fjelags- og framfaramálum tók hann mikinn þált. Þannig var hann fulltrúi á aðalfundum Gránufjelagsins, í stjórn og deildarstjórn Pönt- unarfjelags Fljótsdalsbjeraðs og Kaupfjelags Hjer- aðsbúa og fulltrúi á aðalfundum Kaupfjelaga- sambandsins. Auk þess var hann riðinn við flest önnur framfara- og fjelags-mál síns hrepps og hjeraðs. Vann hann sjer alstaðar álit og traust fyrir vitsmuni, rjettsýni og góðgirni í tillögum sínum og framkomu. Ennfremur sóttu menn mjög til hans traust og álit í einkamálum, er vanda bar að höndum. Reyndist mönnum það og hið besta til trausts og úrræða. Hann var hæglátur maður og frábitinn þvi að sækjast eft- ir íhlutun um almenn mál eða einkamál, en þar sem hann var til kvaddur, sökum trausts manna á forsjá hans, fylgdi hann málum fram með áhuga og festu, skýrum rökum og óbifan- legum sannfæringarkrafti, en þó með lipurð og lagni. Sömu eiginleikar komu og fram í við- ræðum. Sölvi Vigfússon var meðalmaður á vöxt og limaður vel, fríður sýnum, góðmannlegur og hyggindalegur á yfirbragð, alúðlegur og hug- þekkur í viðmóti og prúðmannlegur á fæti og í framkomu allri og hvers manns hugljúfi. Þau Arnheiðarstaðahjón voru samhent um alt, svo að hvort um sig naut fulls stuðn- ings hins í sjerstökum áhugamálum og viðfangs- efnum sínum, og þá eigi síður í sameiginlegu verkefni, sem laut að því fyrst og fremst að gera garðinn frægan, þ. e. heimilið. — Báru störf þeirra þar og fegurstan ávöxt. H. St. V

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.