Óðinn - 01.01.1929, Page 25

Óðinn - 01.01.1929, Page 25
23 Ó Ð I N N hvar sje hið fagra furðuland, er farveg henni Ijær. Kom, hjartansljúfa lííið mittl og lít í barm þjer inn, sem eg í djúpu augun þin og upptök hennar finn. II. Við. Á hverjum stað við eigum bú og bæ und bliðsól lífs, þótt kaldan stundum viðri. Hvað hirðum við um heimsins frost og snæ, ef hlið við hlið við njótum samlífs æ? Pá búum við í okkar Eden miðri og æðrumst lítt þótt kaldan stundum viðri. Pótt verða kunni brestur efnum á, mun okkur freyða nautn úr lifsins bikar; við hyljum reynslumerkin brend á brá und blómsveig hjartans vermireiti frá. Pá verður sætt hvert sorgartár, er blikar, og sælunautn hver dropi’ í lífsins bikar. Með dagsbrún hverri Ást sem Æska fríð i endurnýjung Ijómar björt og fögur. Hvað hirðum við um horfna æfitið? Við hugsum fram í timann ár og síð, er flytur okkur kvæði og segir sögur. 1 sóiskins dýrð skín okkur lífsbraut fögur. Við reisum okkur himin heimi f, því hans við þörfnumst nú sem eiliflega; og virði sorga þekkjum við, og þvi skal þraut hver verða okkur blessun ný. Á sólskinshæðum lifsins, laus við trega, við lifum tvö í kærleik eilíflega. III. Mig heilla þær hægstrauma lindir. Mig heilla þær hægstrauma lindir í haglendið iðgræna, bjarta; mig lýr þessi brimsjóabræði er brýtur mjer sifelt við hjarta. Mig langar úr útlegð; jeg engan á að, sem mjer vinarhönd ijettir, jeg þrái nú bliðviðrisblceinrt, er bálviðri stormsins fer eftir. Seg ekki að alt sje lífið ein eilíf, hvíldarlaus senna, fórn ástriðna tindrandi tundra, er taugarnar spenna og brenna. Hvort spegla’ ekki heiðvötnin hæðir guðs himins í einskærum friði? og líða þau eigi i ægi fram engið með lifsöngva niði? Eins þrái’ jeg í heiðlindum hugar, frið himins að spegla jeg megi — til liðsinnis stundum þeim standa, er stríðandi flnna hann eigi . . . Sigurður Skagfield söngvari. Hann hefur nú lokið námi erlendis með besta árangri. Hefur liann nýlega sungið opinberlega í Noregi og fengið mikið hrós fyrir í norskum blöðum. Á námsárunum hefur hann öðru hvoru dvalið hjer heima á sumrin, ým- ist í átthögum sínum í Skagafirði eða hjer í Reykjavík, og er fyrir löngu orðinn hjer þektur og vin- sæll söngvari. Hann hefur dvalið hjer i Reykjavík um tíma i vor og sumar og haldið hjer eina söng- skemtun með aðstoð Páls Isólfssonar, og dáðust menn mikið að söng hans. Svo ætlar hann að syngja hjer í kaþólsku kirkj- unni i suraar við vígslu liennar og við móttöku van Rossum kardínála, sem kem- ur hingað til að vígja hana. Ælla má, að Sigurður Skag- field eigi góða framtíð fyrir höndum að námsárunum loknum, sem án efa hafa verið honum, eins og mörgum öðrum, erflð. Ó, fagnandi’ eg eitt sinn kem utan og útlegðar tárin min sjatna, og hvílist i haglendi grænu við hægstreymi lifandi vatna. IV. Þá og nú. Um miðnótt máninn glóði og maiblómin fríð, og elskan hugði jeg alsæll þá mundi eilífa vara tíð. Nú glóir miðnótt gaddi og greftruð elskan blíð. Nú þykir mjer inndælla öilu það, að örstutt lífs er tíð. Úr Enok Arden. Alt upp á gnípu fjallið skógi skrýtt hann hefjast sá, og rjóður þess og rinda liðast um braltann eins og braut til himins, drúpandi krónur kókópálmans blika, Sigurður Skagfield söngvari.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.