Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 28

Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 28
Hróarsholtsfólkið í vesturbænum. Víðsýnt er af Hróarsholtsklettum í fögru veðri og góðu skygni. Þaðan sjer yfir Árnessýslu mest- alla og mikinn hluta Rangárvallasýslu. Vest- mannaeyjar blasa við austan til við hádegisstað og síðan opið haf fyrir ströndum alla leið að Reykjanesfjallgarði. Þar tekur við fjallahringur- inn skeifumyndaður í íjarska og lokar útsýn í vestri, norðri og austri; augað nemur ekki stað- ar fyr en við Seljalandsmúla í landsuðri. Á þess- ari löngu leið sjer víða inn til jökla og óbygða. Eyjafjallajökull, Þríhyrningur og Hekla blasa beinast við frá bænum og eru mesta augnaynd- ið. Heima fyrir er einnig fagurt um að litast og búsældarlegt. Bærinn stendur sunnan undir kletl- unum vestanvert; þar er tvíbýlt og reisulegt. Framundan hallar túnunum víðum og sljeltum móti suðri, en engi taka við í suðri og vestri. 1 Hróarsholli hafa búið merkisbændur hver fram af öðrum um langan aldur. En mikill er sjón- arsviftir þar nú orðinn í vestutbænum á skömm- um tíma. Gamla fólkið er horfið og komið und- ir græna torfu. Þeim, sem voru þar heimagang- ar fyrir rúmum tug ára, finst nú tómlegt og saknavinarí stað. Þeir voru ekki færri en fjórir, sem ljetust þar af gamla fólkinu á rúmu hálfu öðru missiri. Það voru þau gömlu hjónin, Guð- mundur og Guðrún, Marin, sem var hjú þeirra langalengi, og síðast húsbóndinn á heimilinu, Ágúst sonur Guðrúnar. Guðmundur var fæddur í Hróarsholti 22. marts 1845, sonur Guðmundar bónda þar og konu hans Elínar. Guðmundur faðir hans var sonur sjera Tómasar í Villingaholti, Guðmunds- sonar, Bárðarsonar, Sæmundssonar. Sjera Tóm- as var merkisprestur og ræðumaður góður. Móð- ir hans var Þórdís, dóttir Vigfúsar Árnasonar og Margrjetar Guðmundsdóttur í Álfhólum, Gísla- sonar, og verður sú ætt ekki rakin lengra með vissu. Elín móðir Guðmundar var dóttir Einars bónda í Hróarsholti. Var hún 11 ára, þegar rænt var á Kambi, og mundi það alla sína tíð, er Hjörtur kom á gluggann og vakti upp um nótt- ina. Systir Elínar var Guðleif, móðir Sveins heit- ins Árnasonar í Króki, en bróðir hennar Jón, faðir Lauga-Jóns heitins, sem lengi bjó í Hafn- arfirði. Faðir Einars og afi Elínar var Brandur í Hróarsholti Pálsson frá Hlíðarenda í Ölfusi, Bjarnasonar í Króki í Arnarbælishverfi, Páls- sonar á Hjalla, Pálssonar og Guðrúnar, dóttur Vigfúsar Erlendssonar hirðstjóra. Guðmundur var þriðji í röðinni af tíu syst- kinum, og ólst upp með þeim hjá foreldrum sinum. Ekki var hann settur til menta, en not- ið mun hann hafa þeirrar fræðslu í heimahús- um, sem þá tíðkaðist á góðum heimilum. Hann hafði gaman af stærðfræði og las Tölvísi Bjarn- ar Gunnlaugssonar, en þótti hún strembin, sem von var, tilsagnarlaust. Rithönd skrifaði hann sæmilega góða og mjög líka rithönd sjera Tóm- asar afa síns. Snemma vandist hann öllum störf- um bæði til sveita og sjávar, stundaði útróðra á vertíðum leDgi fram eftir æfi í ýmsum ver- stöðvum sunnanlands, eins og þá tíðkaðist. Kapp- samur var hann og fylginn sjer í öllum verk- um og lagvirkur í besta lagi, smiður ágætur bæði á járn og trje. Eru ýmsir lilutir og áhöld til eftir hann, sem sýna það ljóslega. Guðmundur var orðinn hálffimtugur, þegar hann kvæntist, 26. júni 1890. Kona hans var Guðrún Halldórsdóttir, sem síðar verður getið. Tók hann þá við jörðinni, og bjuggu þau hjón þar upp frá því fram til 1918, er þau fengu bú- ið í bendur Ágústi syni Guðrúnar, en bæði dvöldu þau á heimili hans til dauðadags. — Efni voru góð þegar frá byrjun, og búnaðist þeim vel. Síðari búskaparár sín sýndi Guðmundur það best, hvilíkur framfara og atorkumaður hann var. Þótt kominn væri á efri ár, var hann manna fyrstur til þess að taka upp nýjungar þær og framfarir, sem flóðu yfir landið eftir aldamótin. Hann bætti jörð sína á ýmsa vegu, girti engjar sínar og ræsti, sljettaði túnið, ruddi akveg heim að bæ sínum ásamt sambýlismanni. Þá reisti hann einnig fjárhús, hlöður og peningshús, alt járni varið og vel um vandað. Árið 1907 tók hann niður bæ sinn allan og reisti vandað og rúmgolt timburhús. Nokkru síðar lagði hann vatnsveitu bæði í ibúðarhús og fjós, sem þá var nýreist úr steinsteypu. Mikið var lagt í kostnað um þessar mundir, en alt um það fóru efnin fremur vaxandi en þverrandi. Bústofninn var bæði mikill og góður og arðurinn ágætur. Skepnu- höld voru altaf í besta lagi og vel um hirt á allan hátt. Þann grip átti Guðmundur í eigu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.