Óðinn - 01.01.1929, Síða 29

Óðinn - 01.01.1929, Síða 29
ó Ð I N N 29 sinni langa hríð, sem hann mat mikils að von- um. t*að var jarpskjóttur hestur, skeiðgammur mikill og ofsaviljugur. Fóru þeir marga ferðina saman og sáust þá lítt fyrir um leiðir, ef svo bar undir, því að Skjóna voru flestir vegir fær- ir. Báðir voru alþektir þar víða um hjeruð, maðurinn og hesturinn, og báðir að góðu.Varla mundi það vera í óþökk Guðmundar, að hests- ins er hjer getið. Guðmundur gaf sig lítt að opinberum málum; var um hríð í sveitarsfjórn og sat eitt sinn varamaður á sýslufundi, en kvaðst fátt vilja síður gera. Guðmundur vartryggurmað- ur og vinfastur, en ekki allra, stiltur vel og gætinn, en ein- beittur ogsnögg ur i fasi, ef því var að skiíta. Barngóður var hann og málti ekkert aumt sjá. Fjáreyðslumað- urvar hanneng- inn að nauð- synjalausu og betra var að biðja hann mikils til þarfra hluta en lítils til óþarfra. Ekki brast hann rausn og höfðinglyndi, er á reyndi, og mun það seint gleymast þeim, er af nutu. — Síðustu árin var hann farinn að heilsu. Hans mesta yndi \ar þá að gæta barnanna. Þau kölluðu hann afa sinn, og átti hann það nafn skilið. — Seinustu mán- uðina lá hann rúmfastur. Dánardægur hans var 7. sept. 1927. Af systkinum Guðmundar eru nú ekki á lífi nema Ragnheiður, kona Stetáns Eiríkssonar á Litlu-Reykjum, Guðfinna, ekkja Bjarna Eiríks- sonar í Túni, og Margrjet ljósmóðir í Hafnar- firði, ekkja Jörundar Þórðarsonar trjesmiðs. En dáin eru þessi: Einar, kvæntur Ingibjörgu Gríms- dóttur; Vilborg, gift Sigurði Ásmundssyni í Mið- engi á Vatnsleysuströnd ; Tómas á Einifelli og síðar í Reykjavik, kvæntur Ástrós Sumarliða- dóttur; Guðlaug, ógift, Elín, gift Bjarna Bjarna- sjmi i Ölvesholti; Agnes, gift Bjarna Rorlákssyni á Hellum á Vatnsleysuströnd. Öll voru systkini þessi mestu efnismenn, dugnaðar og ráðdeildar- fólk, og er margt manna frá þeim komið, þó að hjer sje ekki talið. Guðrún kona Guðmundar var fædd í Eyvík 4. júni, en fluttist með föður sinum að Hróars- holti tveggja ára gömul og ól þar allan sinn aldur. Halldór Bjarnason.faðir Guðrúnar, bjó lengi í Hróars- holti, alþektur merkismaður á sinni tíð. Hann andaðistáheim- ili dóttur sinnar 1908 í hárri elli. Seinni kona hans.Ingveldur, lifði fram til 1912. — Bjarni afi Guðrúnar bjó í Holtakoti, hann var sonur Einars á Vatns- leysu, Halldórs- sonar í Efsta- dal, á lífi 1729, þá 68 ára, Narfasonar í Efstadal, Einarssonar í Gröf, Jóns- sonar á Laugarvatni og siðar á Kringlu. Kona Jóns var Þuríður dóttir Oddleifs og Ingibjargar bróðurdóttur Daða í Suóksdal. Jón var sonur Narfa Ormssonar sýslumanns i Reykjavik og Ingibjargar Narfadóttur, lvarssonar ábóta á Helga- felli. Faðir Orms var Jón sýslumaður i Gull- bringusýslu, Árnasonar prófasts í Hruna og síðar ábóta í Viðey. Móðir Guðrúnar var Guðríður Þórðardóttir frá Ormsstöðum, Guðmundssonar bónda sama staðar, Guðmundssonar á Hömrum, Jónssonar sama staðar, Ólafssoaar. Kona Guðmundar á Hömrum var Hallgerður Magnúsdóttir spítala- haldara í Kallaðarnesi, Guðmundssonar spítala- haldara í Iílausturhólum, Magnússonar í Laug- arási, Magnússonar sama staðar, er kallaður var »miser«, Illhugasonar á Hafgrimsstöðum í Skaga-

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.