Óðinn - 01.01.1929, Side 34

Óðinn - 01.01.1929, Side 34
34 ÓÐINN vel og lengi og voru orðin þreytt, er þau kvöddu. Veit jeg að margir, sem komu að Þorgrímsstöð- um og sáu þær umbætur, sem þar voru árlega gerðar, dáðust að dugnaði þeirra hjónanna. Jón átti son, sem Erlingur heitir og ekki er af hjónabandi þeirra Guðrúnar. Fjekk hann f*or- grímsstaði til ábúðar eftir föður sinn. Ó. V Einar Sigurðsson f. 19. maí 1872 — d. 26. ágúst 1928. Frá Einari er sagt í fám orðum í XXII. árg. óðins. Á þeim stað, og ennfremur í XXIII. árg., birtust eftir hann nokkrar lausavisur, en þetta er nálega alt, sem prentað hefur verið eftir hann. Það var fyrst á síðustu ár- um, að kunningjar Einars gripu vísur hans á lofti og söfn- uðu nokkrum þeirra saman. Sjálfur gerði hann ekki annað að þeim, en að yrkja þær. Þær komu svo að segja án þess að hann vildi eða vissi af, svo eiginleg og meðfædd var hon- um hagmælskan. Einar var ekki víðförull um æfina.lengst af ann- ara hjú og var með öllu uppfræðslulaus í æsku. t’ví yrkir hann á efri árum: Hjerna stend jeg hærugrár, hampa ljettum brögum. Innra blæðir opið sár æsku lífs frá dögum. Einar er ef til vill síðastur manna á íslandi, sem orti í rímnastíl með fornum kenningum. Hann var maður tilfinningarikur ogviðkvæmur, en beittur í orði, ef því var að skifta. IJó að lífskjörin væru þess valdandi, að skáldskapur Einars bar ekki þann svip, sem gáfu hans var samboðinn, þá er óhætt að fullyrða að hann var skáld í gerðinni. — Hann var einn þeirra manna, sem ekki náði þeim vexti, sem efni voru til, en þrátt fyrir það glögt dæmi um það and- lega atgerfi, sem lifað hefur í ræktarleysi með íslenskri alþýðu. J. M. Einar Sigurðsson. i. Berðu hátt í himininn hörpuna, vinur góði, meðan vetrarveginn þinn varða jeg í ljóði. Er pig bar að garði gest, glatt var oft á hjalla. Gömul rímnalög pú ljest ijett í stuðlum falia. Prátt var fram á þögla nótt pulin bragaskráin. Hendingarnar flugu fljótt sem fuglar út í bláinn. II. Byljir þínu brjósti mót bljesu alla vega. Kvaðstu prátt á gadd og grjót gremju pina og trega. Hugann myrkva harma ský, hjartaö örvar smjúga peim, sem hlekkjum preyja f, pegar aðrir fljúga. — Vorið á hverja vöggu senn vængi hvíta breiðir. Óðum halda æskumenn út á nýjar leiðir. Leysa peir úr lægð og pröng lýði veila og hálfa, er peir hefja um sveitir söng svo að fjöllin skjálfa. Hvað, sem fyrir Urðar orð illu hlaut að sæta, pað skal æskan þjóð og storð þúsundföldu bæta. — Berðu hált í himininn hörpuna, vinur góði. Vorið yfir veginn þinn verpur geislaflóði. Jón Magnússon. 0

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.