Óðinn - 01.01.1929, Qupperneq 35

Óðinn - 01.01.1929, Qupperneq 35
ÓÐINN 35 Kristbjörg lónsdóttir, húsfreyja í Dagverðargerði í Norður-Múlasýslu, var fædd á Galtastöðum fremri í Tunguhreppi 30. nóv. 1858. Faðir hennar bjó þá þar, Jón Rafnsson bónda í Hallfreðarstaðahjáleigu Bjarna- sonar bónda á Ekru Eiríkssonar. Móðir Krist- bjargar var Ólöf Jónsdóttir, Guttormssonar bónda í Fagradal í Vopnafirði og víðar, Guðmunds- sonar prests í Hofteigi, Ingimundarsonar. Móðir Jóns Rafnssonar var síðari kona Rafns, Guðrún Pálsdóttir frá Hey- kollsstöðum, Magn- ússonar. Faðir Kristbjarg- ar fór síðan til Vopnafjarðar.og bjó þar á Felli og Búa- stöðum og varð tví- kvæntur. Loks fór bann til Ameríku um 1889 með seinni konu sina og börn, nema Kristbjörgu. Þegar Kristbjörg var tveggja ára, tók Eiríkur Bjarnason (bróðir Rafns afa hennar) bóndi á Vífilsstöðum í Norður-Múlasýslu hana sem fóstur- barn. Börn Eiríks voru meðal annara: Eiríkur, Katiín og Guðmundur. Ekkert þeirra systkina giftist, en eftir lát föður þeirra tók Eiríkur við búi á Vífilsstöðum 1868 ogvar Katrín systir hans ráðskona hans en Guðmundur vinnumaður þar til þau dóu, bæði í inflúensunni 1894. Hjá þess- um systkinum ólst svo Kristbjörg upp, að Eiriki eldra látnum. Hjá þeim ólst einnig upp að ein- hverju leyli Málfríður Sigfúsdóttir, dóttir Bjargar systur þeirra Eiríks,og giftist þar Sigfúsi Eiiíks- syni frá Ármótaseli. Málfríður dó þar 1894 og fór í sömu gröf og systkinin. Og Sigfús dó síðan í nóvember s. á. Þau áttu þá son 3 ára, er Eiríkur hjet. Ó1 Eiríkur bóndi hann síðar upp. Eiríkur Eiríksson fóstri Kristbjargar var mesti merkisbóndi. Hann ól upp fjölda fósturbarna og var þeim góður haukur í horni eins og öðrum, sem hann batt vináttu við. óðinn flutti mynd og nokkur minningarorð um Eirík í 2. árg. árið 1906. Kristbjörg varaltafá Vífilsstöðum eftir það, að hún varð fulltíða, þar til hún giftist árið 1885, 27 ára að aldri. Maður hennar var Björn (f. 28. apr. 1853) Björnsson, frá Bóndastöðum, Björns- sonar, bróðir Gróu á Rangá og þeirra systkina. Þykir því vel við eiga að Óðinn flytji nú mynd af þeim mágkonum saman á blaði. Rau Björn og Kristbjörg byrjuðu búskap á Rangá á móti , Gróu og Halli Einarssyni vorið 1886. En vorið eftir í byrjun maí flultu þau á jörðina Klepp- járnsstaði, sem þau höfðu fengið til ábúðar. En sama vorið lagðist Björn í taugaveiki og dó úr henni seint i maí 1887. Þau Björn og Kristbjörg eignuð- ust eitt barn, sem fæddist andvana. Kristbjörg giftist ekki aftur, enda tregaði hún mann sinn til dauðadags. Björn heitinn var roesti efnismaður. Hann var vel greind- ur og söngelskur eins og hann átti kyn til. Hann hafði fengið nokkra tilsögn í skrift og reikningi í æsku og ritaði góða íslensku eftir því sem títt er um alþýðumenn. Hann var karmenni að burðum, gildur meðalmaður á hæð og þrekinn, fríður í andliti og fjörlegur í framgöngu, góður glímu- maður eins og margir á þeim tíma. Hefði Björn eflaust orðið gildur bóndi í sveit, et honum hefði enst aldur til þess að starfa i bændastöðunni, enda þótti mikill mannskaði að honum á besta aldri, ekki hálffertugum. Eftir lát manns síns fluttist Kristbjörg aftur að Vífilsstöðum og tók við bústjórn hjá Eiríki þegar Katrín systir hans dó 1894. Eirikur flutti á eignarjörð sina Dagverðargerði i Tunguhreppi 1898, en dó 1903. Eiríkur gaf tveimur fósturbörnum sínum jörð- ina, Eiríki Sigfússyni og Ivristbjörgu. Eiríkur var þá enn ungur að aldri og bjó Kristbjörg því á jörðinni þar til Eiríkur byrjaði búskap 1914. Kristbjörg var nokkur ár ráðskona hans, en svo giftist Eiríkur Önnu Gunnarsdóttur Hemings- Kristbjörg á Vífilstööum. Gróa á Rangá.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.