Óðinn - 01.01.1929, Side 36

Óðinn - 01.01.1929, Side 36
36 ÓÐINN jf . ...k -.... Sigurður P. Sivertsen prófessor. sonar og hætti þá Kristbjörg bústjórn, en var hjá þeim hjónum þar til hún dó eftir þuDga legu 15. apríi 1926. Hún var orðin þreylt bæði af mótlæti og mikilli vinnu. Kristbjörg var fríð kona sýnum. Freklega í meðallagi há og þjett á vellí. Hún var síkát og fjörleg í öllum hreyfingum. Ekki var hún skóla- gengin frekar en alþýðufólk alment á þeim tíma, en lítils-háttar tilsögn hafði hún fengið í skrift og reikningi og skrifaði sæmilega rithönd. Hún var skýrleikskona að eðlisfari og hafði unun af kveðskap og kunni líka mikið af ljóð- um. Hún var trúrækin og hjelt fast við sína barnatrú til dauðadags. Hún var mjög hjarta- góð og hafði alt af sterka löngun til þess að gera mönnum greiða og leysa vandræði manna af fremsta megni. Hafði hún lika vanist því f uppvexti.því að Eiríkur fóstri hennar var mesti greiðamaður. Voru þau hæði samhuga um að láta sem mest gott af sjer leiða meðan þau lifðu og áttu ættingjsr þeirra og venslamenn og fleiri raungott athvarf þar sem þau voru, enda voru þau rnjög trygglynd. Kristbjörg var ein af þeim mörgu merkiskon- um þessa lands, sem telja heimilin ríki sitt og vinna þar sitt göfuga- og þýðingarmikla uppeldis- og hússtjórnar-starf hávaðalaust. Hún ljet sig því litlu skifta glamur nútíðar menningarinrar um jafn- rjettiskröfur kvenna til allra starfa þjóðfjelagsins á móts við karlmenn. Var hún þvert á móti vis til að gera gis að þeim hávaða öllum saman og hjelt að konum gengi illa að breyta eðli sínu og síst að það hefði göfgandi áhrif á mannkynið. Hallgrímur Benediktsson framkv.slj. Kristbjörg var ráðdeildarsöm og dugleg bú- kona, og átti hin göfuga gamla íslenska gestrisni fast aðsetur á þeim heimilum, sem hún stjórn- aði, sem ráðskona eða húsfreyja, enda var þar jafnan gestkvæmt. Kristbjörg var mjög harngóð og sýndi það oftí verki, t. d. í uppeldi Eiriks Sigfússonar, fósturson- ar síns, og með þvíaðganga í móðurstað stúlku- barni, sem þau Eiríkur tóku á fyrsta ári og ólu upp, að nafni Jakobina Gísladóttir. Misti hún mikið við fráfall Kristbjargar. Auk þess hafði hún og fóstri hennar lengi heilsulítil hjón með 2 börn- um, sem ekki gátu unnið fyrir sjer og hefðu því ella verið á sveitinni. Taldi Kristbjörg slíka hjálp ekki eftir. Sem dæmi upp á ást Kristbjargar við minn- ingu manns hennar má að endingu geta þess, að drengur á næsta bæ var látinn heita eftir honum og Jjet hún sjer alt af sjerstaklega ant um hann á meðan hún lifði og gaf drengnum að lokum minningargjafir fyrir andlát sitt. Hún hjelt glaðværð sinni og Ijettlyndi til dauða- dags, þrátt fyrir mikið mótlæti. Er enginn vafi á því, að trúarstyrkur hennar veitti henni festu og þrótt. Hún trúði því örugg, að hún mætti ástvinum sínum hinumegin grafarinnar þar sem ekkert aðskildi þau framar. Sveitungar Kristbjargar og vandamenn sökn- uðu hennar mikið. Sýndu menn henni líka sið- ustu virðingu og þakklætisvott með því að fjöl- menna við útför hennar. Hún var jarðsett í Kirkjubæ við hlið manns síns. Ritað I jan. 1929. B. H.

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.