Óðinn - 01.01.1929, Síða 42

Óðinn - 01.01.1929, Síða 42
42 ÓÐINN Sigríður P. Jensen. Hún er fædd 26. september 1885 á Húsavík í Pingeyjarsýslu. Foreldrar hennar voru Pjetur Kristjánsson og Friðbjörg Þorsteinsdóttir. Árs- gömul var hún tekin til fósturs af sjera Finn- boga Rúti Magnússyni ogkonuhans, frú Jónínu Markúsdótt- ur. Eftir lát fósturföður síns, sem hún misti 4 ára, ólst hún upp með fóstur- móður sinni þar til hún ljetst i Rvík 1902. Fluttist Sigríður P. Jensen. frú Sigríður þá til Pat- reksfjarðar, og þar kyntist hún eftirlifandi manni sínum, Carli F. Jensen, ættuðum af Eskifirði. Vorið 1903 fluttist frú Sigríður til Akureyrar og var þar hjá Jóni Hjaltalín skólastjóra, þar til þau C. F. J. giftust vorið 1905, og það sama sumar fluttust þau til Reykjarfjarðar í Stranda- sýslu og byrjuðu þar verslun, ásamt búskap. Keyptu þau hálfa jörðina Reykjarfjörð nú fyrir fáum árum. Var frú Sigríður búsýslukona mikil, ráðdeildarsöm og reglusöm og vann mjög að því að auðga, fegra og bæta heimili þeirra hjóna, sem að öllu hefur i rikum mæli verið fyrir- myndarheimili. »Gestrisnin hefur á guðastóli setið« hjá þeim hjónum í þá fulla tvo áratugi, sem þau hafa með rausn og alúð hýst alla þá mörgu gesti, sem að húsum þeirra hafa borið, og aldrei um endurgjald að tala. Pau lifðu saman í 21V3 ár, í ástriku hjónabandi. Ekki varð þeim barna auðið, en upp hafa þau alið eitt barn sem sína dóttur. Frú Sigríður var afburða myndar- og fríðleiks-kona. Set jeg hjer niðurlag af erfiljóði eftir hana, sem mjer hefur af hendingu borist, ortu af vin- konu hennar: Hjarta þitt, sem hrygga gladdi, höndin þin, er snauöa saddi, vitund þinni vitni bera, vitund, sem er dygg og hrein, byggir á leiði bautastein. Minning þín hjá lýðum lifir, ljómar þínum moldum yflr kærleiksljós frá kærstum vinum, kend, er sigrar dauðans bönd, fylgir þjer um ljóssins lönd. B. B. m Sigm. Matthías Long 7. sept. 1841. — 26. nóv. 1924. Sigmundur var fæddur og uppalinn á Auslfjörð- um, í Múlasýslum, en þar á Longsættin óðul sín og upptök á Islandi. Sem nafnið bendir til, er ætt þessi af enskum uppruna og mun til íslands komin stuttu eftir aldamótin fyrri, átjánhundr- uð. Mörgum mun óljóst hvernig það atvikaðist, en sjálfsagt virðist að setja hjer stutta frásögn, er fundist hefur í blöðum Sigmundar og með hans eigin hendi um atburð þann er til þess gerðist. Heimildir að sögunni munu í alla staði ábyggilegar, og Sigmundur haft þær eftir föður- fólki sínu, en það aftur eftir föður sínum, Ric- hardi Long, er fyrstur bar það nafn á Islandi. Frásaga Sigmundar, rituð 17. sept. 1911, er á þessa leið: »Richard Long telst fæddur 1782 í Englandi. Foreldrar hans, sem voru af heiðvirðri borgara- stjett, hjetu John Long og Sarah Elizabeth. Pau voru 7 systkinin. Richard ólst upp í for- eldrahúsum, þar til hann var á 12. ári, að hann var settur sem káetudrengur á kaupskip er átti að fara til Hamborgar, — einn hásetanna var bróðir hans fullorðinn, Matthías að nafni. Á leiðinni var skipið tekið af frönskum sjóræn- ingjum. Þeir tóku það er þeim leist af skips- farminum, en ljetu að því búnu skipið fara leið- ar sinnar, með mönnunum, nema drengurinn Richard Long varð eftir fyrir það, að hann hafði særst á fæti og þess vegna dregið sig í hlje. — Skildi þar með þeim bræðrunum og vissi hann ekki um Matthías eftir það. Nú, er hann var orðinn einn síns liðs meðal framandi manna, kom það sjer vel að hann var

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.