Óðinn - 01.01.1929, Side 44

Óðinn - 01.01.1929, Side 44
44 ÓÐINN Sveinbjörn Egilson ritstjóri. Myndin, sem hjer íylgir af honum, er tekin fyrir rúmum 20 árum, er hann ljet af farmensku og settist um kyrt hjer í Reykjavík. Haföi hann pá um 20 ára skeið farið víða um heim og kynst mörgum pjóðum. Peim ferðum hefur hann lýst í fjörlega ritaðri og skemti- legri bók, sem út kom lijer fyrir nokkrum ár- um, um pað bil sem hann var að verða sex- tugur. Áður en hann fór í siglingarnar, hafði hann tekið stúdentspróf við Latinuskólann og gengið um hríð á Presta- skólann. Ein hann hafði óstöðvandi prá til sjó- mensku og farmensku og fylgdi henni gegn vilja æltingja sinna og vandamanna. Hann er sonur Porsteins kaup- manns í Hafnarfirði, sonar Sveiniijarnar rekt- ors Egilssonar, og bróð- ursonur Benedikts Gröndais skálds. — Nú liefur Sv. E. lengi verið í pjónustu Fiskifjelags tslands og verið rit- sljóri mánaðarblaðsins »Ægir«, sem fjelagið gefur út. Hann var ágætur sjómaður og hefur í hlaðinu gefið ís- lenskum sjómönnum margar parfar og merkilegar bend- ingar og upplýsingar, og áhugasamari mann um alt, er að sjósókn og sjómensku lýtur, getur ekki en hann hefur verið og er enn, pótt nú sje hann farinn að cldast. í Hjeraði til fullorðinsára. Átti hann þá stundum á þeim kafla æfinnar við tilfinnanleg kjör að búa, þvi að á þeim tímum voru sumir hús- bændur ónærgætnir, eigi síst við vandalausa unglinga, ætluðu þeim verk sein fullþroska mönnum, án allrar vorkunnsemi, og hirtu eigi um, þótt þeir væru bæði svangir og klæð- litlir. Sigmundur var fremur bráðþroska og táp- mikill, en eigi að sama skapi hneigður til al- gengrar sveitavinnu. Bar snemma á því, að hann var mjög bókhneigður, því að hann var alt aí með bækur, er hann gat því við komið. Sitj- andi yfir ám á sumrum var hann sílesandi, og standandi yfir fje á vetrum, kaldur og klæðfár, ætið með bók í barminum, er æskuvinir hans lánuðu honum. Enga átti hann bókina sjálfur og ekkert til að kaupa bók fyrir. Um fermingaraldur átti hann eina sauðkind, og hana seldi hann fyrir 4 ríkisdali, til þess að geta borgað prestinum, sjera Jakob Benedikts- syni á Hjaltastað (1856 —74), fyrir þá eínu upp- fræðslu, er hann hlaut um æfina — ferminguna. Hafði sjera Jakob orð á því, að Sigmundur hefði verið sá gáfaðasti unglingur, er hann hefði fermt, og vildi fá menn til að styrkja hann til skólanáms, þó ekkert yrði af. Mun hann þá hafa verið kominn niður i bæði skrift og reikningi, og svo í dönsku. Allar bækur las hann, sem hann náði í, en vænst þótti honum um það alt, sem gamalt var, og svo allan skáldskap, enda vel hagorður sjálf- ur, þó eigi hjeldi hann slíku á lofti. Sýndi það hvert hugurinn stefndi, að alþýðufræði og fróð- leik, og svo hinni óskráðu en eiginlegu sögu þjóðarinnar, ytra og innra. Strax sem hann varð þess umkominn, byrjaði hann á að safna sögum og munnmælum, og kveðskap af alls- konar tægi. Bitaði hann þetta upp eftir skræð- um, er hann hafði að láni, eða eftir sögusögn- um skilvísra manna. Ungur tók Sigmundur við bókasöluumboði fyrir ýmsa menn og Ijelög, er bækur gáfu út, heima og erlendis, svo sem Bókmentafjelagið, Þjóðvinafjelagið og fl. Á þann hátt kyntist hann Jóni Sigurðssyni forseta brjeflega, og mun Jón fremur hafa hvatt hann en latt við handrita- söfnunina. Safnaði Sigmundur fyrir hann eða Bókmentafjelagið handritum og bókumafýmsu tægi, er hann sendi honum. Þá sendi hann og seinna annað safn all-mikið til Tryggva Gunn- arssonar, auk ýmiskonar bóka og smárita, er hann sendi bæði Þjóðvina- og Bókmentafjelag- inu hvað eftir ánnað. Bóksölunni hjelt hann áfram meðan hann dvaldi á íslandi, og lór oft langferðir á vetrum suður um Skaftafellssýslur og norður um land. Á því ferðalagi kyntist hann mörgu og aflaði sjer upplýsinga um margt, er hann hefði annars eigi getað náð í. Þá eignaðist hann allsonar handrit á þeim ferðalögum og afritaði önnur. En sjálf var bókaverslunin rekin meir af yináttu við bækur og bókaútgefendur en fyrir hagnaðarvon- ina, sem í henni var. Oft lánaði hann mönnum bækur, sem aldrei borguðu, en sjálfur varð hann að borga þeim sem áttu. Árið 1873, þá 32 ára, flutti Sigmundurá Seyð- isfjörð, og keypti þar gestgjafahús og rak þá atvinnu í 9 ár. Var hann afbragðsvel lálinn í

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.