Óðinn - 01.01.1929, Side 45

Óðinn - 01.01.1929, Side 45
ÓÐINN 45 þeirri stöðu og þótti flestum gestum gott og gaman að koma til hans, var hann jafnan hinn glaðasli og þægilegasti í viðmóti svo við ókunn- uga sem kunnuga. En eigi var staða þessi hon- um til gagns nje gæfu, og fjell eigi sem best að bókhneigð hans og ritstörfum. Eigi svo aðskilja að hann gerðist ofdrykkjumaður, þó nokkurn þátt tæki hann í fagnaði gesta sinna, heldur var það ýmislegt annað, sem af því leiddi, beinlínis eða óbeinlínis, er honum varð til harms og trega alla æfi síðan. Um það leyti sem Sigmundur tók við gestgjata- húsinu á Seyðisfirði, vistaðist til hans stúlka, er Guðrún Einarsdóttir hjet, og ættuð var ofan af Hjeraði. Var hún hin mesta myndarkona og urnhyggjusamasta um hvað eina. Fjell vel á með þeim, og var í almæli, að þau myndu eigast. Tvö börn eignuðust þau saman, pilt og stúlku, er hjetu Vilhjálmur og Borghildur. — Er Vilhjálmur dáinn fyrir mörgum árum, en Borghildur býr vestur í Yakioma í Washington- ríki, gift Metúsalem Pjeturssyni, bónda þar vestra, er ættaður er af Jökuldal í N.-Múlasýslu. Er Sigmundur var tekinn við gestgjafahúsinu breyltist að ýmsu leyti um hagi hans. Fór svo að þau slitu samvistum, hann og Guðrún, og fór Guðrún til Ameriku með börn þeirra bæði. Fluttist hún lil íslendingabygðarinnar í Dakota og andaðist eftir skamma veru þar á öndverðri landnámstíð bygðarinnar. Um þetta sama leyti vistaðist að gestgjafa- húsinu, sem ráðskona þar, Ingibjörg Jóhannes- dótlir, ættuð frá Litlu-Laugum í Suður-I3ingeyjar- sýslu. Var hún kona myndarleg og vel verki farin. Fjellu hugir þeirra Sigmundar og hennar mjög saman og fór svo, að þau giftust, voru gefin saman í hjónaband á Seyðisfirði 25. apríl 1878. Prjú börn eignuðust þau: Valdimar Long, er nú er bóksali í Hafnarfirði, Svanfríði Vil- helmínu Björgu, er gift er manni af þýsk-ame- rískum ættum, og búa þau í borginni Minnea- polis í Minnesota-ríki, og Finnboga, er andað- ist í bænum Glenboro í Mantóba. Árið 1882 seldi Sigmundur veitingahúsið, en bjó áfram á Seyðisfirði. Tók hann þá til að nýju að gefa sig allan við söfnun rita og bóka, var þá og hjónabandið eigi orðið honum að yndi. Sökti hann sjer nú niður í það starf, er jafnan hafði átt huga hans allan og óskiftan. Skildu nú og leiðir með þeim hjónunum. Einnig tóku Ingimundur Eyjólfsson ljósmyndari. Lengi hefur veriö búsettur i Osló islenskur ljósmynd- ari, Ingimundur Eyjólfsson að nafni, sem allir íslend- ingar, er dvalið hafa par lengri eða skemri tíma, kann- ast við, myndarmaður mesti og vel metinn par i borg- inni. Hann er nú roskinn maður, Árnesingur að upp- runa, og lærði ungur Ijós- myndagerð hjer í Reykja- vík, skömmu fyrir síðast- liðin aldamót, hjá Sigfúsi heitnum Eymundssyni. — Síðan stundaði hann um hríð ljósmyndagerð á Eyr- arbakka, en fór paðan til Noregs nálægt aldamótun- um, settist að í Osló og hefur verið par síöan. — Hefur hann unnið fyrir ýms helstu blöðin og tíma- ritin par að myndatöku tii og frá úti, og unnið sjer álit og vinsældír. Hann er nú talinn efnaður maður. íslendingafjelag er i Osló, pólt fáment sje, og er hann i'ormaður pess. Nú á síð- ari árum hefur liann lengi unnið að pvi, að komn upp íslendingahúsi par í borg- inni, p. e. húsi, sem ætlað er að vera samkomustaður handa íslendingum, sem par eru búsettir, og einnig er ætlast til, að íslendingar, sem pangað koma ókunnugir eða illa staddir, eigi par athvarf. Hefur Ingimundur Eyjólfsson liðsint mörgum landa sinum, sem til Osló hefur komið. Og nú mun hann vera vel á vegi með að koma húsinu upp, og er pað parflegt fyrirtæki. efni hans mjög að ganga til þurðar, fór liann þá að hyggja til burtferðar. Sumarið 1889, eftir 16 ára dvöl á Seyðisfirði, fluttist hann loks alfari af landi burt og til Ameríku. Dvaldi hann fyrsta veturinn í Dakota hjá Borghildi dóttur sinni, er þá var nýgift, en vorið eftir fluttist hann til Winnipeg og bjó þar ávalt síðan. í þau 34 ár, er Sigmundur dvaldi íWinnipeg, mun hann lengst af hafa búið útaf fyrir sig með handrit sín og bækur. Hann var afarsparneytinn og sjerstakur hirðu-og reglu-maður. Ymsavinnu stundaði hann framan af, eftir því sem heilsa hans og kraftar leyfðu, en enga stöðuga atvinnu hafði hann nokkurntíma. Áreiðanlegur og strang- heiðarlegur var hann í öllum viðskiftum og eigi mátti hann vita til þess að nokkur ætti eyris- virði hjá sjer. Iíom og það einkenni hans snemma Ingimundur Eyjólfsson.

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.