Óðinn - 01.01.1929, Síða 63

Óðinn - 01.01.1929, Síða 63
ÓÐINN 63 Hve ljúft er að hlýða án efa þeitn óm og ekkert um siðgæði hirða, en láta sem dygðin og trúin sje tóm táldrægni, er lífsgleði myrða. Frá einangra sveitunum unglinga fjöld, ókunnug mannlífsins hættum, keppir til borganna, að vaxta sín völd og vinna að lífskjörum bættum. En þar liggur falinn oft freistinga her svo fjölmargur, alvanur hildi. Pau manngildis fræin, er bernskan gljúp ber, eigi blómgast sem vera skyldi. Og siðferðisbrynjan, cr foreldra fjöld skal fátæku börnin sin klæða, vill eyðast, það losnar um hálslín og höld, svo hægt er inn mishollu að læða. En spretti þar hnappur, þá flnst mörgum fljótt hún fánýtt og útslitið klæði, er sigraðir fleygja, svo sál verði rótt og soflð hún geti í næði. Mörg bernskunnar háleita siðgæðis sýn i samfagnaðs lífsnautnum dofnar, og lifsstefnur myrkvast og manngildið dvin, það maðksmjúgast þjóðlifsins stofnar. Æ, vitkast þú, æska! og gæt þín i glaum, þitt guðseðli þroska í verki. Ef starfsárin líða i dvala og draum, það deyjandi þjóðlífs er merki. V. Frá heimkynnum nautna ei leiðin er löng til landmarka sorga og eymda. Mörg æskunnar stig eru staklega röng með stórverka ákvörðun gleymda. Að lita um hávorið blaðrúin blóm með brotslitnar eðlisins rætur, og skaðbrotinn söngfugl með skerandi róm á skyntaugar kveljandi Iætur. Er hálfnað að árum var æskunnar skeið, þig aftur jeg, Hugljúf, nam lita. Mjer fanst þú þá orðin á lifinu leið og lífsþrótti búin að slíta. Sem brunagjall kulnað þitt kendanna líf, sett kolsvörtum blettum og örum, með ómennings erlenda hjegóma hlíf og heimsbros á fölnuðum vörum. Pitt pund, sem að faðirinn góður þjer gaf, var glatað og fjekst ekki aftur. Pað gervalt var rándýrum upp jetið af og ónýttur mestur þess kraftur. Pitt dýrmæta fjöregg var brenglað og bælt og blóð draup úr sprungu þess hverri. Svona’ hafði lausláta lífið þig tælt og Iemstrað og gert þig æ verri. Magnús Torfason Alþingisforseti. Hann er fæddur í Reykjavík 12. mai 1868, sonur verslunarmanns Torfa Magnússonar og konu hans Jó- hönnu Pjetursdóttur kaupm. Bjarnasonar. Hann varð stúdent 1889 og tók lögfræðispróf við háskólann í Khöfn 13. febr. 1894. Var s. á. settur sýslu- maður i Rangár- vallasýslu og fjekk veitingu fyrir því embætti 1895. Bjó hann þá á Árbæ i Holtum. 1904 fjekk hann ísafjarðar- sýslu og varð bæj- arfógeti á ísafirði, en nú hefur hann um hríð verið sýslu- maður Árnesinga. Hann hefur jafnan verið talinn reglu- samur og röggsam- ur embættismaður. Á þingi hefur hann átt sæti öðru hvoru frá því 1901. Pá var hann þingmaður Rangæinga, en var síðan um eitt skeið þingmaður ísfirðinga, og nú er hann þingmaður Árnesinga. Hann var áður í Sjálf- stæðisflokknum gamla, en er nú framsóknarmaður. Á tveimur síðastliðnum þingum hefur hann verið forseti sameinaðs þings. Síðastliðið vor sagði hann af sjer em- bætti, en mun þó ekki fara frá því að svo stöddu, vegna áskorana frá sýslubúum, er óska, að hann sitji kyr, og hafa lýst yfir trausti á honum. VI. Hjer kveð jeg þig, fornvina, í siðasta sinn. Sorglegur reyndist mjög lífsferill þinn. Um farminning þína til framtíðar Iands úr fölum braglaufum hnýtti jeg krans, þó ljómi ekki fagurskært liturinn. Æ, forðist þið, systkini fögur og góð, farmanna villur og hættunnar slóð. Farið æ varlega i gleði og glaum og gefið ei dygðunum slakan taum. Ó, lífgið, en kæfið ei, kærleikans glóð. Vor. Leysast vetrar fanna fjötrar, fegrast grundir, mýrar, hlíð. Gleði strengir stöðugt nötra. Styrkja þróttinn veður blíð. Fræin höfgum bregða blundi, breiða krónu í sólarljós. Magnús Torfason.

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.