Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Page 1
Um kosningar og kjósendr til
alþingis.
Eftir
Indriða Einarsson, cand. polit.
i.
Kjósendatala hér á íslandi er ekki svo þýðinpf-
arlítil sem margr mun ætla, því það getr engum
staðið á sama, hvort þeir eru fáir eða margir, sem
uppfylla þau skilyrði, er stjórnarskráin setr tyrir
kosningarréttinum. Ef þeim fjölgar að mun i tiltölu
við landsfólkið alt, má álita að það sé framför, og ef
þeim fækkar, má ætla það gagnstœða. þetta getr
hver maðr séð, sem gætir að því, að kjósendrnir
með fáum undantekningum eiga að vera bœndr, sem
gjalda til allra stétta, eða kaupstaðarborgarar eða
þurrabúðarmenn, sem greiða til tekið tillag á ári til
sveitar. Enginn bóndi getr því haft kosningarrétt,
nema hann tíundi nokkuð, og enginn kaupstaðarbúi,
nema hann gjaldi árlega 8—12 kr. til sveitar, og sá
sem það geldr t. d. i Reykjavík, mun hafa í áætlað-
ar tekjur frá 800—1000 krónur um árið. Enn fram-
farir landsmanna eða aftrför getr ekki sézt af kjós-
Timarit hins islenzka Bókmentafélags. V. I.