Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Side 4
4
töluna nákvæma eftir þeim. Samt sem áðr var það
reynt, og er fólkstalan og heimilatalan í Stjórnartíð-
indunum 1882 tekin eftir útdrætti þeim, sem gerðr
var úr skýrslum þessum áðr enn þær sigldu, enn fólks-
og heimilatalan hér að ofan er tekin eftir skýrslum
hagfrœðisskrifstofunnar sjálfrar, og er skýrslan hér að
ofan því án efa réttari.
II.
Eins og kunnugt er, eru þingmenn als 36, og
kemr þá 1 þingmaður á 2012 manns. Sé að eins
tekið tillit til þjóðkjörinna þingmanna, kemr 1 þing-
maðr á 2415 landsbúa. Sé það borið saman við
þingmanna fjölda annarstaðar, þá sést fljótt, að íslend-
ingar hafa að tiltölu marga þingmenn, enn það er í
rauninni sama og maðr segði, að kjósandinn á íslandi
ræðr að tiltölu meira, hverjar skoðanir löggjafarþingið
hefir, enn flestir útlendir kjósendr. pegar að eins eru
teknir þjóðkjörnir þingmenn, þá koma í:
1. Bandaríkjunum
2. þýzka ríkinu
3. ítalfu . . .
4. Bretlandi h. m.
5. Hollandi . .
6. Belgfu . . .
7. Portúgal . .
8. Svíþjóðu . .
9. Svisslandi
10. Danmörku
11. Noregi . . .
12. Grikklandi
113000 rcanns.
107000 —
53000 —
48000 —
45000 —
44000 —
37000 —
22000 —
20000 —
18000 —
16000 —
8000 —
Enn þessi lönd eru öll mikil og mannmörg, svo
ísland þolir ekki samanburðinn við þau. Sé aftr á
móti tekin smáríkin í þýzkalandi, og hin einstöku ríki